Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2012 | 07:00

Ryder Cup 2012: Olazábal segir að árangur liðs Evrópu á laugardeginum hafi ráðið úrslitum

José Maria Olazábal fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu hefir látið hafa eftir sér að laugardagsleikirnir hafi ráðið úrslitum í frábærum sigri Evrópu í Ryder bikarnum í Medinah.

Staðan var orðin 10-4 eftir hádegið á laugardeginum og lið Evrópu að missa tökin á Ryder bikarnum – þetta leit illa út.

En Sergio Garcia og Luke Donald tókst að sigra Tiger Woods og Steve Stricker til að minnka muninn og Ian James Poulter fékk fugla á síðustu 5 holurnar í dramatískum sigri hans og nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy á þeim Jason Dufner and Zach Johnson.

Stigið sem Poulter og McIlroy höluðu inn á laugardeginum var það mikilvægasta að mati Olazábal – síðustu tveir leikir laugardagsins breyttu gangi keppninnar

Þar með var staðan orðin 10-6 og skapaði grunninn fyrir lið Evrópu sem þarfnaðist 8.5 stiga úr 12 tvímenningsleikjum til að sigurs, sem reyndar enginn bjóst við eftir laugardaginn.

Þegar Olazábal fór yfir stöðuna á sunnudeginum í gær sagði hann m.a.:„Mikilvægasti hluti keppninnar var á laugardags síðdeginu. Þeir leikir voru afar mikilvægir og ég held að leikmennirnir hafi fengið góða tilfinningu fyrir Ryder bikarskeppninni. Áhorfendur voru mjög háværir en okkur tókst að snúa leiknum þarna þetta síðdegi og ég hugsa að það hafi verið lykilatriðið.“

„Það hvernig þessir síðustu tveir leikir fóru sneru við allri Ryder bikars keppninni.“

Olazábal bætti við að sigurinn væri hápunktur ferilsins og að vinur hans, Ryder bikars goðsögnin Seve Ballesteros, sem lést 7. maí 2011, hefði alltaf verið í huga sínum.

„Það mun taka smá tíma þar til þetta hefir að fullu verið meðtekið.“ sagði Olazábal. „Þetta hefir verið ansi tilfinningaþrungin vika, sérstaklega þegar þetta var ekki að falla með okkur, en gærdagurinn (þ.e. á sunnudagurinn 30. september) sneri öllu okkur í hag.“

„Það er algerlega annar hlutur að spila eða vera fyrirliði. Ég held að á ferli mínum sé það i 1. sæti.“

„Seve hefir verið í huga mér alla vikuna, í gegnum allt Ryder bikars ferlið. Þegar okkur tókst að halda bikarnum, urðu allar þessar minningar ljóslifandi. Ef einhver ætlaði sér að skrifa handrit að keppni þá myndi þetta vera kjörið en að þetta gerðist (þ.e. að lið Evrópu sigraði), Seve hlýtur að hafa haft eitthvað að gera með það!“

Heimild: Sky Sports