Phill Hunter, við golfkennslu í MP Academy í Golfklúbbnum Oddi. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Phill Hunter – 2. október 2012

Það er Phill Hunter, golfkennari í MP Golf Academy hjá Golfklúbbnum Oddi (GO) sem er afmæliskylfingur dagsins.  Phill er breskur,  fæddist 2. október 1964 og er því 48 ára í dag.  Hann er kvæntur og á 1 strák.

Phill hefir yfir 28 ára reynslu af golfkennslu. Á árunum 1983-1986 vann hann við Wath Golf Club og á árunum 1986-1988 við Grange Park Golf Club í Englandi.

Hér á landi var Phill golfkennari hjá GR 1988-1991 og hjá GS 1992-1996 auk þess sem hann þjálfaði unglingalandsliðið á þessum árum.

Phill og fjölskylda bjuggu síðan um 11 ára skeið í Þýskalandi þar sem hann var yfirgolfkennari við Golfclub Haus Kambach í Eschweiler.  Þar stofnaði hann H20 Golf Academy.

Eftir heimkomu til Íslands stofnaði Phill MP Academy árið 2010 ásamt Magnúsi Birgissyni, golfkennara, en golfskóli þeirra hefir aðalbækistöðvar hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ.  Golfkennarar MP Academy eru auk Phill, Magnús Birgisson og Andrea Ásgrímsdóttir.

Það er um að gera að halda sér í góðu golfformi yfir veturinn og fyrir þá sem vilja panta sér frábæran golftíma þá er sími Phill: 618-1897

Fræðast má nánar um afmæliskylfinginn okkar og MP Academy með því að smella hér: MP ACADEMY 

Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:


Phill Hunter (48 ára – Innilega til hamingju!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  John Neumann Cook, f. 2. október 1957 (55 ára); Libby Wilson, f. 2. október 1963 (49 ára); Craig Kanada, f. 2. október 1968 (44 ára); Brent Delahoussaye, f. 2. október 1981 (31 árs); Magnús Lárusson, GKJ, f. 2. október 1985 (27 ára)  ….. og ……

Pálmi Gestsson (55 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is