Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2012 | 09:00

Ryder Cup 2012: Stricker að jafna sig eftir óskemmtilegt Ryder Cup mót 2012

Í Ryder og forsetabikarnum voru Tiger og Steve Stricker með frábæran feril fyrir Ryder bikars mótið í Medinah 6-0-2 (þ.e. 6 sigra og 2 töp). Nú um helgina gekk hins vegar ekkert upp hjá þeim félögum.

Athyglin var sem fyrr öll á Tiger og því sem úrskeiðis fór hjá honum, en minna ritað um að Stricker skilaði ekki einu einasta stigi til bandaríska liðsins. Í Medinah bættist 0-0-4 á glæsilegan feril, sem nú er því 6-0-6 (þ.e. 6 sigrar 6 töp).

Í tvímenningsleik Steve Stricker á móti Þjóðverjanum Martin Kaymer var allt jafnt milli þeirra á 16. holu og bandaríska liðið vantaði sárlega 1 stig til að lyfta Ryder bikarnum í Medinh. En Stricker missti 2 metra pútt og því átti Kaymer allt í einu 1 holu á hann og leikar urðu að fara á 18. holu.

Þrátt fyrir að Stricker hafi sökkt 2,5 metra pútti á 18. holu fyrir pari undir gífurlegri pressu, þá fylgdi Kaymer nýfengnum árangri sínum eftir með því að sökkva 1,8 metra pútt og náði að krækja í 1&0 sigur, sigur sem skipti öllu fyrir lið Evrópu.

Þetta var leikurinn sem var dæmdur til að gera hetju eða skúrk úr þeim sem léku hann og Stricker var þrátt fyrir frábæran leik í stöðu skúrksins – þegar allt kom til alls valt öll keppnin á pútti hans á 16. flöt.

Honum sjálfum fannst hann  hafa brugðist liði sínu, en hélt fast í það að hann hefði verðskuldað sæti í liðið sem val fyrirliða síns.

„Ég er vonsvikinn yfir að ég hafi brugðist 11 leikmönnum liðsins og fyrirliðanum og líklega Tiger í lokinn þar sem ég náði engum stigum,“ sagði Stricker. „Þetta eru vonbrigði.“

„Ég var einum fugli frá því að að komast sjálfkrafa í liðið, þannig að mér fannst ég eiga það skilið að vera í liðinu. Mér fannst leikur minn vera í góðu lagi.“

En þó Bandaríkin hafi tapað með 14-1/2 stigum gegn 13-1/2 og það hafi verið svekkjandi og frammistaða sjálfs hans vonbrigði þá var Stricker viss um að hann myndi ná sér.

Stricker hefir tvívegis þurft að rífa sjálfan sig upp eftir veikindi, þannig að vonbrigðaleikur Stricker í Ryder bikarnum á líklega ekki eftir að kosta hann  margar svefnlausar nætur.

„Það eru miklar vonir bundnar við okkur, og við setjum mikla pressu á okkur til að skila góðri frammistöðu,“ sagði Stricker við fréttamenn eftir leikinn á sunnudaginn. „Þegar vel gengur þá er það frábært en þegar það gengur ekki vel er það neikvætt vegna þess að manni finnst að maður sé að bregðast fjöldanum.“

„Við rífum okkur upp og hristum þetta af okkur. Við erum þrautseigir, sem kylfingar verðum við að vera það. Þetta er eðli leiksins.“

„Ég hef verið langt niðri í lægðum og maður verður bara að rífa sig upp og spila aftur golf. Það er allt og sumt, við erum svo sannarlega vonsviknir, en þetta verður allt í lagi.“