Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2012 | 12:30

LET: Lorena Ochoa keppir á Lacoste móti Evrópumótaraðar kvenna

Næstkomandi fimmtudag hefst á golfvelli Chantaco klúbbsins í Saint-Jean-de-Luz, Aquitaine, í Frakklandi, Lacoste Ladies Open de France.

Mótið stendur 4. -7. október 2012. Þess mætti geta að Chantaco golfklúbburinn er einkaklúbbur Lacoste veldisins, en þar ólst upp og æfði m.a. einn eiganda Lacoste í dag, Katherine Lacoste, meðan hún var enn í keppnisgolfi.

Meðal stórfrétta vikunnar er að Lorena Ochoa hefir ákveðið að snúa sér aftur að keppnisgolfi – þ.e. hún mun spila í mótinu. Blaðafulltrúar LET tóku viðtal við Lorenu, þar sem hún sagði m.a. að ein ástæða þess að hún tæki þátt væri að Lacoste hefði verið einn af stærri styrktaraðilum hennar og þau hefðu beðið hana að taka þátt.

Sjá má viðtalið með því að SMELLA HÉR: