Evróputúrinn: Shane Lowry stal sigrinum á Portugal Masters
Það var Írinn Shane Lowry sem stóð uppi sem sigurvegari á Portugal Masters. Lowry lék á samtals 14 undir pari, 270 höggum (67 70 67 66) og má segja að lágt skor hans á lokahringnum upp á 66 högg hafi fært honum sigurinn. The luck of the Irish! Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð Ross Fisher á samtals 13 undir pari, 271 höggi (65 67 69 70) og í 3. sæti var Ástralinn Michael Campbell á 12 undir pari. Í 4. sæti varð síðan forystumaður gærdagsins Bernd Wiesberger á samtals 11 undir pari. Til þess að sjá úrslitin á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR:
GSS: Ingvar Gunnar Guðnason sigraði á Sauðárkróksbakarís-mótinu í gær
Í gær, 13. október 2012, fór fram mót á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki og var styrktaraðili þess Sauðárkróksbakarí, sem veitti glæsileg verðlaun. Leikfyrirkomulagið var punktakeppni og þátttakendur 14 talsins. Sigurvegari í móti var Ingvar Gunnar Guðnason, sem hlaut 35 glæsipunkta. Önnur úrslit urðu eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 1 Ingvar Gunnar Guðnason GSS 23 F 19 16 35 35 35 2 Ólafur Árni Þorbergsson GSS 5 F 20 14 34 34 34 3 Rafn Ingi Rafnsson GSS 10 F 13 19 32 32 32 4 Ásgeir Björgvin Einarsson GSS 12 F 17 15 32 32 32 5 Steinar Skarphéðinsson GSS 10 F Lesa meira
LPGA: Inbee Park sigraði í Malasíu
Na Yeon Choi tókst ekki að verja titil sinn á Sime Darby mótinu í Malasíu í dag, eftir að vera búin að leiða á mótinu alla fyrstu þrjá mótsdagana. Það var nefnilega landa hennar, Inbee Park, sem stóð uppi sem sigurvegari. Síðasti sigur Park var á US Women´s Open risamótinu 2008. Inbee lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum (69 68 65 67) og fékk í sinn hlut sigurtékkann upp á $ 285.000 (um 34 milljónir íslenskra króna). Choi varð í 2. sæti, tveimur höggum á eftir Park á samtals 13 undir pari, 271 höggi (65 67 68 71) og verður að telja að það hafi verið hringur hennar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Hreinsson – 14. október 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Ingvar Hreinsson. Ingvar er fæddur 14. október 1961 og því 51 árs í dag. Hann er formaður Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jesse Carlyle „J.C.“ Snead, f. 14. október 1940 (72 ára); Beth Daniel 14. október 1956 (56 ára); Kaisa Ruuttila, 14. október 1983 (29 ára – finnsk spilar á LET) ….. og ….. Ásta Óskarsdóttir, GR (48 ára) Barnaföt Og Fleira Sala (32 ára) Siglfirðingafélagið Siglfirðingar (51 árs) Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga Lesa meira
Nýr bæklingur um íþróttavallargras
Á vegum STERF er kominn út bæklingur um íþróttavallagras fyrir Norðurlöndin, sem byggður er á rannsóknum sem stundaðar hafa verið á öllum Norðurlöndunum. Á Korpúlfstöðum var byggð tilraunaflöt 2007 og hafði Guðni Þorvaldsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands umsjón með verkefninu hér á landi í samstarfi við Ágúst Jensson vallarstjóra á Korpúlfstaðavelli. Í bæklingi STERF eru helstu niðurstöður tilraunarinnar og að sögn Ágústar Jenssonar formanns STERF gekk þessi tilraun vel og til að mynda hefur einu yrki verið bætt við yrkilistann sem kom vel út hér á landi sem heitir CY-2. Nánari upplýsingar um yrkilistann er að finna á www.scanturf.org en hægt er að nálgast bækling STERF með því að SMELLA HÉR: Heimild: Lesa meira
Lee Westwood gerir 2 ára styrktarsamning við Bushnell
Bushnell Outdoor Products, sem er leiðandi framleiðandi á laserfjarlægðarmælum, sem m.a. eru notaðir á PGA Tour, tilkynnti um 2 ára styrktarsamning sem fyrirtækið hefði gert við Lee Westwood. Westy sem er einn besti kylfingur heims mun kynna framleiðsluvörur Bushnell Golf um heim allan. „Það gleður okkur hjá Bushnell að bjóða Lee Westwood velkominn sem einn hluta Bushnell-teymisins“, sagði Guilhem Pezet, markaðsstjóri íþróttavara hjá Bushnell. „Lee kemur með óhemju golfreynslu sem er ómetanleg fyrir Bushnell og mun aðstoða okkur að bæta vörur okkar enn frekar.“ „Ég er ánægður með að vera hluti af Bushnell, sérstaklega þar sem vörur fyrirtækisins hafa alltaf verið gríðarlega mikilvægur hluti leiks míns. Ég treysti á nákvæmni þegar Lesa meira
10 atriði sem læra má af World Golf Fitness Summit
Annað hvert ár fer fram World Golf Fitness Summit, sem er ráðstefna þar sem flestir af bestu golfkennurum heims og líkamsræktarþjálfurum heimsklassa kylfinga koma saman og ræða ýmis efni sem eru efst á baugi hverju sinni. Ráðstefna þessa árs hófst í Orlando, Flórída á fimmtudaginn s.l. Komast má inn á vefsíðu World Golf Fitness Summit með því að SMELLA HÉR: Hér eru 10 atriði sem m.a. voru rædd á ráðstefnunni í gær, lokadaginn (laugardaginn 13. október 2012): 10. Smásjáruppskurður á mænu getur losað kylfing við fjölda tegunda af bakverkjum án þess að hann þurfi að gangast í gegnum hefðbundna skurðaðgerð. Í flestum tilvikum þarf enga innlögn og skv. tölfræði frá Lesa meira
PGA: Hápunktar og högg 3. dags á Frys.com Open
Það er Kaliforníubúinn John Mallinger sem leiðir á Frys.com Open þegar aðeins á eftir að spila lokahringinn á golfvelli CordeValle golfklúbbsins í San Martin, Kaliforníu. Hann er samtals á 15 undir pari. Aðeins 2 höggum á eftir er Svíinn Jonas Blixt á 13 undir pari. Þriðja sætinu deila þeir Jason Kokrak og Charles Howell III, báðir á samtals 12 undir pari, hvor og í fimmta sæti eru þeir Vijay Singh og Alexandre Rocha á samtals 11 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá högg 3. dags sem Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn á 76 höggum á 2. hring Ruth´s Chris Tar Heel
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest keppir á Ruth´s Chris Tar Heel mótinu í Norður-Karólínu nú um helgina. Þátttakendur í mótinu eru 96 frá 18 háskólum og keppt er á UNC Finley golfvellinum í Chapel Hill. Ólafía Þórunn er samtals búin að spila á 150 höggum (74 76). Hún er á besta skorinu af öllum í liði Wake Forest, sem er sem stendur 14. sæti í liðakeppninni. Ólafía Þórunn fór úr 20. sæti í einstaklingskeppninni í 31. sætið, sem hún deilir með 4 öðrum. Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni góðs gengis! Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Ruth´s Chris Tar Heel mótsins SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst spilaði 2. hring líka á 73 á Bank of Tennessee mótinu
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið East Tennessee State spiluðu í gær annan hringinn á Bank of Tennessee @ Blackthorn mótinu, í Blackthorn Club at the Ridges, í Jonesborough, Tennessee. Það eru 75 þátttakendur frá 13 háskólum í mótinu. Guðmundur Ágúst er samtals búinn að spila á 2 yfir pari, 146 höggum (73 73). Hann fór upp um 5 sæti var í 39. sæti en er nú í 34. sæti, sem hann deilir með 3 öðrum. Guðmundur Ágúst er á 2. besta skorinu í liði sínu og golflið East Tennessee State er í 9. sæti í liðakeppninni. Golf 1 óskar Guðmundi Ágústi góðs gengis seinna í dag, en þá verður Lesa meira










