Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2012 | 09:30

10 atriði sem læra má af World Golf Fitness Summit

Annað hvert ár fer fram World Golf Fitness Summit, sem er ráðstefna þar sem flestir af bestu golfkennurum heims og líkamsræktarþjálfurum heimsklassa kylfinga koma saman og ræða ýmis efni sem eru efst á baugi hverju sinni. Ráðstefna þessa árs hófst í Orlando, Flórída á fimmtudaginn s.l. Komast má inn á vefsíðu World Golf Fitness Summit með því að SMELLA HÉR: Hér eru 10 atriði sem m.a. voru rædd á ráðstefnunni í gær, lokadaginn (laugardaginn 13. október 2012):

10.  Smásjáruppskurður á mænu getur losað kylfing við fjölda tegunda af bakverkjum án þess að hann þurfi að gangast í gegnum hefðbundna skurðaðgerð. Í flestum tilvikum þarf enga innlögn og skv. tölfræði frá Laser Spine Institute geta kylfingar snúið sér aftur að golfi innan þriggja mánuða frá uppskurði. Farið er að mænunni í gegnum mjótt rör og síðan er laser-geisli notaður til að leiðrétta það sem veldur verkjum eða bakmeiðslunum. Það sem hægt er að lagfæra með þessari skurðaðgerð er m.a. það sem á ensku nefnist bulging discs of the spine, pinched nerves = klemmdar taugar, bone spurs, spinal stenosis o.fl.

phil_mickelson_2006.jpg9. Tap Phil Mickelson árið  2006 á Opna bandaríska í Winged Foot (sjá mynd hér að ofan) var ekki vegna þess að hann choke-aði = fór í kerfið á 18. holu, vegna þess að  teighögg hans var afleitt segir íþróttasálfræðingurinn Dr. Rick Jensen. Það var vegna þess að nákvæmni hans í teighöggum var veikasti hlekkur hans. Hann var í 160. sæti á PGA Tour hvað varðar nákvæmni í teighöggum. „Kylfingar verða að gera sér grein fyrir hver  veikasti hlekkur viðkomandi er, hvort heldur er á golfvellinum eða í æfingasal,“ segir Jensen. Þegar þeir eru búnir að koma auga á hann verða þeir að vinna í því að bæta úr veikasta hlekknum. Þar til það gerist er ekkert hægt að byggja á þessum hæfileikum. Allt of margt fólk treystir einhverjum hæfileikum sem þeir hafa ekki náð og síðan halda þeir að þeir hafi bara choke-að = farið í kerfið þegar hæfileikinn bregst þeim, sagði hann.

8. Það eru alltaf fleiri PGA Tour kylfingar sem hita upp fyrir hring inni í æfingasal, segir heilsuræktarráðgjafi Golf Digest, Randy Myers. T.d.gerir PGA kylfingurinn Brian Harman 30 mínútna æfingar inni í æfingasal, jafnvel á mótsdögum.

7.  Varast ætti að nota orðið „vanaferli“ þegar talað er um æfingar í æfigasal, sagði Myers. Það að gera fjölbreyttar æfingar er lykillinn. Margir atvinnukylfingar t.d. einbeita sér að hreyfi og aerobic æfingum, þær vikur þegar mót eru í gangi, en einbeita sér að styrktaræfingum heima. Þannig að í stað þess að fara að hlaupa á hverjum degi, eða vinna í sama cardio tækinu, þá verður að bæta við öðrum æfingum í vikulegt æfingaskema þ.á.m.  stunda fjölbreyttar íþróttir. Þekkt er að bestu kylfingar heims slaka á t.d. í Ryder bikarnum með því að spila borðtennis. Að ganga 18 holur með pokann er t.d. ágætis æfing suma daga.

Lesa má grein Golf Digest um heilsurækt sem felst í  því að skilja golfbílinn eftir inni í skúr með því að SMELLA HÉR:

6. Gerið æfingar hægar, með minni endurtekningum og einbeitið ykkur að gæðum hreyfinganna, segir Andrew Fischer, þjálfari Bubba Watson. Að gera æfingar hratt, útskýrði Fischer, hleypir skriðþunga (ens.: momentum) í æfingarnar og skriðþungi (ens: momentum) er í raun ekki beiting  raunverulegs kraftar.

5.  Talandi um  Bubba Watson, þá segir Fisher að hreyfingar fótleggja hans þegar hann er að fara að slá séu til þess fallnar að létta á hægra hnénu þegar slegið er í gegn. Watson lítur oft út eins og hann sé að detta úr jafnvegi en hreyfing hægri fótleggjar hans í átt að skotmarkinu hjálpar að losa um álag á vöðvum og slit í hægra hné, sem gæti verið afleiðing af ofsasveifluhraða Watson.

4. Tyler Parsons, er þjálfari sem vinnur með PGA Tour sleggjunum J.B. Holmes og Kenny Perry í Matt Killen’s Golf Academy í Kentucky. Hann hefir gert tilraunir með sína eigin teighöggslengd. Parsons hefir farið úr kylfuhausshraðanum 120 mph í  152 mph og þakkar auknum hraða því að hann er með aukaþyngdarvefjur um forhandleggi sína. Vefjurnar sem vega aðeins tvær únsur (uþb. 56 grömm) hvor eru betri kostur en að æfa með þyngri dræver vegna þess að þær hafa minni áhrif á vöðvastarfsemina (þ.e. það sem á ensku nefnist fast-twitch muscle function) og eyðileggja síður  kinematíska endurtekningu sveiflunnar. Vefjurnar eru enn á tilraunastigi, en fyrstu tilraunir með þær lofa góðu.

chuck_cook.jpg

 

3. Þjálfari Phil Mickelson, Sean Cochran lagði áherslu á mikilvægi stighækkandi æfinga þegar líkaminn hefir eitt sinn vanist þeim. Í sem auðveldustum orðum, þegar það verður of auðvelt að lyfta lóðum eða gera ákveðna hreyfingu þá er margt sem hægt er að gera til að þyngja æfingu. Að hækka erfiðleikastuðulinn hægt og hægt er mikilvægt í öllum æfingum, því annars staðnar kylfingur í æfingunni.

2. Golfkennari, sem starfar á Golf Digest Chuck Cook (sjá mynd af honum í gulum bol hér að ofan) talaði um mikilvægi þess að búa til kraft við jörð – í raun að nota hann þegar kylfingur byrjar niðursveifluna. Hann sagði að þjálfarar yrðu að kenna viðskiptavinum sínum æfingar sem skapa kraft með því að ýta sér af jörðu.  (Ens: He said trainers need to teach clients exercises that generate force by pushing off the ground.)

1. Kylfingar eru í auknum mæli farnir að nýta sér Redcord suspension þjálfunina. Kostir þeirra æfinga eru að þær vekja og styrkja vöðva (ens. stabilization muscles) sem þarf til þess að stjórna líkamshreyfingum og kylfunni í golfsveiflu. T.d. heimila vöðvar í öxl mun fjölbreyttari hreyfingar en vöðvar í liðamótum, og þjálfun þeirra vöðva gæti hjálpað kylfingum að slá eftir réttum sveifluferli. Sjá má grein Golf Digest um Redcord æfingarnar með því að SMELLA HÉR: 

Heimild: Golf Digest