Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2012 | 18:00

LPGA: Inbee Park sigraði í Malasíu

Na Yeon Choi tókst ekki að verja titil sinn á Sime Darby mótinu í Malasíu í dag, eftir að vera búin að leiða á mótinu alla fyrstu þrjá mótsdagana.

Na Yeon Choi vonsvikin eftir tap á Sime Darby mótinu

Það var nefnilega landa hennar, Inbee Park, sem stóð uppi sem sigurvegari. Síðasti sigur Park var á US Women´s Open risamótinu 2008.

Inbee lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum (69 68 65 67) og fékk í sinn hlut sigurtékkann upp á $ 285.000 (um 34 milljónir íslenskra króna).

Choi varð í 2. sæti, tveimur höggum á eftir Park á samtals 13 undir pari, 271 höggi (65 67 68 71) og verður að telja að það hafi verið hringur hennar upp á 71 í dag sem riðið hafi baggamuninum. Reyndar átti Choi sjéns á umspili við Park allt fram á 17. holu, en þar fékk hún skramba á par-3 holu. Þetta er því dagur mikilla vonbrigða fyrir Na Yeon Choi.

Í 3. sæti varð Karrie Webb frá Ástralíu á samtals 12 undir pari; Catriona Matthew frá Skotlandi vað í 4. sæti á samtals 11 undir pari, og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu í 5. sæti á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin í mótinu SMELLIÐ HÉR: