Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2012 | 00:15

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst spilaði 2. hring líka á 73 á Bank of Tennessee mótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið East Tennessee State spiluðu í gær annan hringinn á Bank of Tennessee @ Blackthorn mótinu, í Blackthorn Club at the Ridges, í Jonesborough, Tennessee.

Það eru 75 þátttakendur frá 13 háskólum í mótinu.

Guðmundur  Ágúst er samtals búinn að spila á 2 yfir pari, 146 höggum (73 73). Hann fór upp um 5 sæti var í 39. sæti en er nú í 34. sæti, sem hann deilir með 3 öðrum.

Guðmundur Ágúst er á 2. besta skorinu í liði sínu og golflið East Tennessee State er í 9. sæti í liðakeppninni.

Golf 1 óskar Guðmundi Ágústi góðs gengis seinna í dag, en þá verður lokahringurinn spilaður!

Til þess að fylgjast með gangi mála hjá Guðmundi Ágúst og í Bank of Tennessee mótinu SMELLIÐ HÉR: