Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2012 | 13:00

Nýr bæklingur um íþróttavallargras

Á vegum STERF er kominn út bæklingur um íþróttavallagras fyrir Norðurlöndin, sem byggður er á rannsóknum sem stundaðar hafa verið á öllum Norðurlöndunum. Á Korpúlfstöðum var byggð tilraunaflöt 2007 og hafði Guðni Þorvaldsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands umsjón með verkefninu hér á landi í samstarfi við Ágúst Jensson vallarstjóra á Korpúlfstaðavelli.

Í bæklingi STERF eru helstu niðurstöður tilraunarinnar og að sögn Ágústar Jenssonar formanns STERF gekk þessi tilraun vel og til að mynda hefur einu yrki verið bætt við yrkilistann sem kom vel út hér á landi sem heitir CY-2. Nánari upplýsingar um yrkilistann er að finna á www.scanturf.org en hægt er að nálgast bækling STERF með því að  SMELLA HÉR: 

Heimild: Golf 1.is