Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2012 | 18:10

Evróputúrinn: Shane Lowry stal sigrinum á Portugal Masters

Það var Írinn Shane Lowry sem stóð uppi sem sigurvegari á Portugal Masters.

Lowry lék á samtals 14 undir pari, 270 höggum (67 70 67 66) og má segja að lágt skor hans á lokahringnum upp á 66 högg hafi fært honum sigurinn. The luck of the Irish!

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð Ross Fisher á samtals 13 undir pari, 271 höggi (65 67 69 70) og í 3. sæti var Ástralinn Michael Campbell á 12 undir pari.

Í 4. sæti varð síðan forystumaður gærdagsins Bernd Wiesberger á samtals 11 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: