Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2012 | 21:30

PGA: Tommy Gainey sigraði á The McGladrey Classic – var á 60 höggum!!!

Það var Tommy Gainey, sem stal sigrinum á The McGladrey Classic á Seaside golfvellinum á Sea, Island Georgiu fyrir skömmu.

Hann átti ótrúlega flottan lokahring upp á 60 högg – fékk örn, 8 fugla og 9 pör.

Samtals spilaði Gainey á 16 undir pari, 264 höggum (69 67 68 60).  Þetta er fyrsti sigur Gainey á PGA Tour.

Aðeins 1 höggi á eftir varð landi Gainey, Bandaríkjamaðurinn David Toms og í 3. sæti varð Jim Furyk enn einu höggi á eftir.

Fjórða sætinu deildu síðan Brendon de Jonge frá Zimbabwe, DJ Trahan og Davis Love III, á samtals 12 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á McGladrey Classic SMELLIÐ HÉR: