Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2012 | 14:00

PGA: Harrington spilar í stað Els og Bradley í stað McIlroy á Grand Slam

Næsta mót á PGA mótaröðinni er Grand Slam mótið á Bermúda þar sem etja kappi 4 sigurvegarar úr risamótum ársins: Bubba Watson, sigurvegari the Masters og Webb Simpson, sigurvegari Opna bandaríska mæta.

Sigurvegarinn í Opna breska 2012, Ernie Els, hefir tilkynnt að hann verði fjarri góðu gamni og í stað hans fær að spila Írinn Pádraig Harrington, tvöfaldur sigurvegari á Opna breska 2007 og 2008. Eins leysir Keegan Bradley, Rory McIlroy , sigurvegara PGA Championship 2012 af hólmi, en Bradley sigraði á PGA Championship 2011.  Rory kemst ekki vegna þess að hann er að verja BMW titil sinn í Shanghai í vikunni.

Pádraig Harrington

Bara fyrir þátttökuna eru  Pádraig Harrington og Keegan Bradley tryggð £125,000 (25 milljónir íslenskra króna); en sigurvegarinn í þessari 4 manna keppni hlýtur £375.000. (u.þ.b. 75 milljónir íslenskra króna).

Ernie Els kemst ekki vegna meiðsla, en um það að missa af Grand Slam sagði hann m.a.: „Ég er mjög vonsvikinn. Þetta eru góð verðlaun fyrir að sigra í risamóti og nokkuð sem ég hafði gaman af hér áður fyrr og var að hlakka til að taka þátt í aftur. Því miður tognaði ökklinn á mér fyrir nokkrum dögum og jafnvel þo það sé ekki alvarlegt og ég ætti að ná mér nokkuð fljótt, hefir mér verið ráðlagt að reyna ekki á hann og spila.“

Grand Slam á Bermúda hefst á morgun í Port Royal.