Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2012 | 07:30

Ólafur Björn hefur leik í dag á úrtökumóti fyrir PGA Tour

Ólafur Björn Loftsson, afrekskylfingur í NK hefur í dag leik í úrtökumóti fyrir PGA mótaröðina.  Mótið fer fram í Florence, Suður-Karólínu og keppt er í Florence Country Club (komast má á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:)

Ólafur Björn fer út kl. 9:40 að staðartíma (kl. 13:40 að íslenskum tíma) og aðeins 1 er með honum í holli Justin Smith frá St. Paul, Minnesota; en flest önnur holl eru 3 manna.

Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis!

Fylgjast má með stöðunni hjá Ólafi Birni í Florence með því að  SMELLA HÉR: