Rory McIlroy er uppáhaldskylfingur Ingvars
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2012 | 08:00

Rory drepur á dreif sögusögnum um $ 250 milljóna samning við Nike

Rory McIlroy kom sér undan spurningu er snerti vaxandi vangaveltur um að hann væri að fara að undirrita marg-milljón dollara samning við Nike, í viðtali við AFP í Lake Malaren Golf Club í gær.

Nú fyrr í vikunni birtust fréttir af því í The Irish Times að Rory væri að fara að undirrita 250 milljón dollara samning (þ.e. upp á u.þ.b. 31 milljarð íslenskra króna) til 10 ára við íþróttavöruframleiðandann Nike.

Samningur McIlroy við Titleist rennur út í árslok 2012.

Varðandi samninginn hugsanlega hafði Rory eftirfarandi að segja:„Þessar sögusagnir hafa verið á sveimi árum saman og virðast alltaf koma upp á þessum tíma árs.“

„Ég ætla að láta Conor (Ridge, framkvæmdastjóri McIlroy) um að svara þessu,  svo ég geti einbeitt mér að golfinu. Það er allt sem ég get gert fyrir utan að ég hef nóg með að hugsa um að reyna að koma boltanum í holu. Ég er með mjög mikilvæg mót í lok keppnistímabilsins framundan og verð að einbeita mér að fullu að þeim.“