Þórður Rafn Gissurarson, GR. Photo: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2012 | 20:30

NGA: Þórður Rafn lék best af Íslendingunum í Metro West

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék best af Íslendingunum þremur sem hófu leik á NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series á fyrsta móti vetrarins í Metro West Golf Club, í Flórída.

Þórður Rafn lék 1. hring á 4 yfir pari 76 höggum og deilir sem stendur 49. sæti með 5 öðrum kylfingum.

Næstbest lék Alexander Aron Gylfason, GR, en hann var á 8 yfir pari, 80 höggum og er í 72. sæti ásamt 2 öðrum kylfingum og lestina rekur Nökkvi Gunnarsson, NK, Íslandsmeistari 35+ 2012, en hann er neðstur í 78. sæti eftir að hafa komið í hús á 11 yfir pari, 83 höggum.

Á facebook síðu sinni sagði Nökkvi m.a.nú fyrir skemmstu: „Fall er fararheill. Kallinn neðstur eftir fyrsta hring :-). Ekki getur það versnað. Hvílíkt og annað eins djók, reyndar var nú spilamennskan skárri en skorið gefur til kynna. Verð betri á morgun, svo er fullt af mótum framundan…“

Tuttuguogsjö efstu og þeir sem eru jafnir í 27. sætinu komast í gegnum niðurskurð eftir morgundaginn og er niðurskurður sem stendur miðaður við 1 yfir pari og Þórður Rafn því aðeins 3 höggum frá því að komast í gegn.

Golf 1 óskar Nökkva, Alexander Aron og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag í Metro West Golf Club í Flórída SMELLIÐ HÉR: