Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2012 | 08:45

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Nicholls State luku leik í 10. sæti á Red Wolf Fall Beach Classic mótinu

Andri Þór Björnsson, GR og Geaux Colonels þ.e. golflið Nicholls State háskólans í Louisiana luku leik í gær á  Red Wolf Fall Beach Classic mótinu.

Mótið fór fram á golfvelli í Peninsula golfklúbbnum í Gulf Shores, Alabama.  Þátttakendur voru 70 frá 13 háskólum.

Andri Þór spilaði á samtals 229 höggum (79 68 82)  Hann lauk leik jafn öðrum í 32. sæti og var á besta skorinu í golfliði Nicholls State, sem varð í 10. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Geaux Colonels, golfliðs Nicholls State er ekki fyrr en 4. febrúar 2013, þ.e. Rice Intercollegiate í Westwood golfklúbbnum, í Houston, Texas.

Til þess að sjá úrslitin á Red Wolf Fall Beach Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: