
Rory segir gagnrýni á sig fyrir að taka ekki þátt í WGC HSBC Champions mótinu réttmæta
Nr. 1 í heimi, Rory McIlroy hefir varið ákvörðun sína að sleppa því að spila á móti s.l. viku, WGC HSBC Champions í Kína, í síðustu viku.
Rory spilar aftur í Asíu í þessari viku nánar tiltekið á Singapore Open eftir að hafa tekið sér viku frí til þess að hvetja kærestu sína, Caroline Wozniacki í Tournament of Champions í Búlgaríu; hann sagði að vikufríið hefði verið nauðsynlegt þrátt fyrir að golfáhangendur kynnu að hafa verið vonsviknir.
„Mér finnst gagnrýnin sanngjörn …. þetta er heimsmót, eitt af þeim stærri. Það var erfitt að missa af því, sérstaklega þegar maður gat bara fylgst með fyrir framan sjónvarpið,“ sagði Rory við fréttamenn fyrr í morgun.
„En ég get ekki spilað í hverri viku. Ef ég hefði spilað í mótinu myndi ég hafa þurft að ljúka keppnistímabilinu í Tyrklandi, eftir Ryder Cup keppnina og FedExCup umspilið. Þetta er bara of mikið og það varð að sleppa einu móti og þetta varð fyrir valinu.“
„Ég spilaði golfvöllinn í Mission Hills fyrir nokkrum árum og líkaði virkilega ekki við hann. Mér fannst þetta vera völlur þar sem ég varð pirraður og ég er ánægður að mótið verður flutt til Shanghai á næsta ári.“
Eftir að Rory varð nr. 1 gerir hann sér grein fyrir að hann verður að halda í jafnvægi að keppa í mótum, uppfylla skyldur sínar við fjölmiðla og taka sér frí.
„Tímastjórnun er mjög mikilvægur hluti lífs míns,“ sagði hinn 23 ára Norður-Íri (Rory McIlroy).
„Mér fannst mér ganga svolítið betur á þessu keppnistímabili en ég gerði á síðasta ári eftir að ég sigraði á Opna bandaríska 2011. Fólk vill bara sjá mann meira, það vill að maður taki þátt í fleur og maður verður að læra að segja „nei“.
„Maður verður að vera eigingjarn stundum. Fyrst og fremst verður maður að gæta sjálfs sín og koma inn í dagskránna hlutum, sem maður vill ekki missa af sjálfur eða gera.“
„Ég er svo heppinn að ég get ákveðið hvenær ég vil spila, hvað ég geri og hvert ég fer og svo lengi sem ég er í þeirri stöðu er það yndislegt.“
Mikið hefir verið gert úr samkeppni Rory og Tiger. Um það sagði Rory:
„Það er ekki erfitt að vera í samkeppni við hann,“ sagði Rory. „En ég fer aldrei í mót til að reyna að sigra einn leikmann ég reyni að spila völlinn eins vel og ég get.“
„Það koma tímar þegar ég lendi í keppni við vini og gæja sem eru mér nánir en maður hugsar bara ekki um það,“ bætti hann við.
„Maður bara reynir og spilar eins vel og maður getur. Ég er ánægður ef gæinn sem er næstur með er á 7 undir pari, svo lengi sem ég er á 8 undir pari og vinn. Mér er sama hvort þeir spila vel eða ekki, ég vil bara spila betur.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024