Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2012 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 17. sæti eftir 2. dag í Hawaii

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og golflið East Tennessee State spiluðu 2. hring á Warrior Wave Intercollegiate mótinu í gær, en það fer fram á golfvelli Makai golfklúbbsins á golfstað St. Regis Princeville, í Princeville, á Hawaii.

Mótið fer fram dagana 5.-7. nóvember og lýkur í dag.  Þátttakendur eru 80 frá 16 háskólum.

Það er 10 tíma, tímamismunur milli Íslands og Hawaii og í gær fór  Guðmundur út kl 7:39 að staðartíma af 1. teig,  þ.e. kl. 17:39 að íslenskum tíma.

Guðmundur Ágúst er búinn að spila á samtals sléttu pari, 144 höggum (74 70) átti glæsihring í gær upp á 2 undir pari, 70 högg, hring þar sem hann fékk 3 fugla, 14 pör og 1 skolla. Við það fór hann úr 32. sætinu sem hann var í, í 17. sætið eða upp um 15 sæti í einstaklingskeppninni. Guðmundur Ágúst er á 3. besta skori í liði sínu ETSU og telur það því.

Lið ETSU er enn í 3. sæti í liðakeppninni. Lokahringurinn verður leikinn í kvöld og hefst með shotgun starti kl. 8:00 á staðartíma (kl. 18 að íslenskum tíma) þ.e. allir fara út á sama tíma og hefur Guðmundur Ágúst leik af 2. teig.

Golf 1 óskar Guðmundi Ágúst góðs gengis á Hawaii í dag!!!

Fylgjast má með stöðunni á Warrior Wave Intercollegiate og gengi Guðmundar Ágústs með því að SMELLA HÉR: