Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2012 | 16:30

Evróputúrinn: Birgir Leifur í 10. sæti eftir 1. dag úrtökumótsins í Murcia

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, spilaði 1. hring sinn á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina 2013 á El Valle golfvellinum, í Murcia á Spáni í dag.

Hann kom í hús á 1 undir pari, 70 höggum; fékk 4 fugla, 11 pör og 3 skolla. Eftir 1. dag mótsins deilir Birgir Leifur 10. sæti ásamt  3 öðrum kylfingum.

Golf 1 óskar Birgi Leif áframhaldandi góðs gengis!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag úrtökumótsins á El Valle SMELLIÐ HÉR: