Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2012 | 19:45

Evróputúrinn: Birgir Leifur í 32. sæti eftir 3. dag úrtökumótsins í Murcia

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, var á sléttu pari, 72 höggum á 3. hring sínum á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina 2013, í dag.

Samtals er Birgir Leifur því búinn að spila á á 1 yfir pari, 215 höggum (70 73 72)

Birgir Leifur fór úr 23. sætinu í 32. sætið, en aðeins þeir sem eru í 20. sæti eða eru jafnir í því sæti komast áfram á lokaúrtökumótið.

Ef skorið væri niður í dag væri niðurskurður miðaður við 2 undir pari og því ljóst að Birgir Leifur þarf aðeins að vinna upp 3 högg!!!

Spennandi hvað gerist á morgun….

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis!!!

Til þess að sjá stöðuna á úrtökumótinu í El Valle í Murcia eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: