Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2012 | 10:00

LPGA: Angela Stanford leiðir þegar Lorena Ochoa Invitational er hálfnað

Það er bandaríski kylfingurinn Angela Stanford sem leiðir eftir 2. hring Lorena Ochoa Invitational í Guadalajara í Mexikó.  Stanford er búin að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67).  Eftir hringinn sagði hún m.a.: „Mér finnst svo gaman þessa viku vegna þess að mótið er afslappað, það eru allt svo óstressað…“

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er Inbee Park frá Suður-Kóreu og í 3. sæti enn einu höggi á eftir er Cristie Kerr.

Fjórða sætinu deila 3 kylfingar: Candie Kung frá Tapei, nr. 2 á Rolex-heimslista kvenna: Stacey Lewis frá Bandaríkjunum og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu, allar á 7 undir pari, samtals 137 höggum, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Lorenu Ochoa Invitational SMELLIÐ HÉR: