Charlie Wi
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2012 | 08:45

PGA: Charlie Wi leiðir á Children´s Miracle Network Hospitals Classic mótinu í Flórída – hápunktar 1. dags

Það er suður-kóreanski kylfingurinn Charlie Wi sem leiðir eftir 1. dag Children´s Miracle Network Hospitals Classic mótsins, sem fram fer á Magnolia golfvellinum í Lake Buena Vista í Flórída og hófst í gær.

Charlie Wi kom inn á 8 undir pari, 64 höggum; fékk örn, 8 fugla, 7 pör og 2 skolla.

Í 2. sæti eru Kólombíumaðurinn Camilo Villegas og Bandaríkjamaðurinn „tveggja hanska“ Tommy Gainey aðeins 1 höggi á eftir.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1 dag á Children´s Miracle Network Hospitals Classic mótinu  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Children´s Miracle Network Hospitals Classic mótinu  SMELLIÐ HÉR: