Afmæliskylfingur dagsins: Gunnhildur Kristjánsdóttir – 9. nóvember 2012
Það er Gunnhildur Kristjánsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Gunnhildur er fædd 9. nóvember 1996 og því 16 ára í dag!!! Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og aldeilis búin að slá í gegn á Unglingamótaröð Arion banka í sumar. Í upphafi árs var hún valin efnilegasti kylfingurinn, ásamt Óðni Þór Ríkharðssyni við verðlaunafhendingu í tilefni af vali á íþróttakarli og konu Garðabæjar.
Gunnhildur sigraði á 1. móti Unglingamótaraðar Arionbanka uppi á Skaga í flokki telpna 15-16 ára og einnig a 2. mótinu á Þverárvelli.
Á 3. móti Unglingamótaraðarinnar á Korpunni varð Gunnhildur í 5.sæti; á Íslandsmótinu í höggleik varð Gunnhildur í verðlaunasæti þ.e. 3. sætinu:
Á 5. móti Unglingamótaraðaraðar-innar, sem var Íslandsmótið í holukeppni sigraði Gunnhildur!!! …. og er því Íslandsmeistari í holukeppni telpna 2012….. og svo varð hún í 3. sæti á lokamóti Unglingamóta-raðarinnar í ár í Oddinum.
Gunnhildur tók þátt í fyrsta sinn á Eimskipsmótaröðinni s.l. sumar þ.e. í fyrsta móti mótaraðarinnar í Leirunni og varð í 23. sæti af konunum, sem er ágætisárangur miðað við að hún var meðal yngstu þátttakenda.
Eins keppti Gunnhildur í nokkrum mótum erlendis í sumar m.a. European Young Masters mótinu, sem fram fór 23.-28. júlí, en leikið var á Royal Balaton vellinum í Ungverjalandi og Lalandia mótinu í Danmörku, en þar náði Gunnhildur þeim glæsilega árangri að verða í 1. sæti!!!
Sjá má nýlegt viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Gunnhildar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Weiskopf, 9. nóvember 1942 (70 ára stórafmæli!!!); Karin Mundinger, 9. nóvember 1959 (53 ára); David Duval, 9. nóvember 1971 (41 árs) ….. og ……
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024