Solheim Cup 2021: Catriona verður ekki fyrirliði í 3. sinn – „Komið að einhverjum öðrum“
Catriona Matthew hefir sagt að hún muni ekki gefa kost á sér í fyrirliðahlutverk eftir tvö ár, þegar Solheim Cup fer fram á Finca Cortesin á Spáni. Hún myndi þá reyna að stýra evrópsku Solheim Cup lið til sigurs í 3. skipti í röð; en sigurinn í Toledo er sögulegur því hún er eini fyrirliði í Solheim Cup sem tekist hefir að leiða lið til sigurs tvö skipti í röð. Jafnframt var sigur liðs hennar aðeins 2. sigur evrópsks Solheim Cup liðs á útivelli…. og Catriona hefir átt þátt í báðum þeim sigrum; sem leikmaður árið 2013 og nú sem fyrirliði 2021. „Það er komið að einhverjum öðrum“ sagði hún Lesa meira
Solheim Cup 2021: Popov vinningslausa stóð uppi sem sigurvegari
Þýski kylfingurinn Sophia Popov er einn nýliðanna 7, sem þátt tók í Solheim Cup. Hún var sú eina af kylfingunum 24 sem ekki náði einum einasta vinningi í mótinu. Popov fékk líka aðeins að spila í 3 leikjum, en ekki 5 eins og t.a.m. Leona Maguire og tókst því kannski ekki alveg að sýna sitt rétta andlit. Hún lék í báðum fjórboltaleikjunum eftir hádegi laugardag og sunnudag og síðan í tvímenningsleik á mánudag eins og allar hinar. Í laugardagsfjórboltaleiknum var Popov pöruð með reynsluboltanum spænska Carlotu Cigöndu og töpuðu þær stöllur með minnsta mun 1 up fyrir þeim Lizette Salas og Jennifer Kupcho (sem var önnur reynslubolta/nýliða tvenndin). Í sunnudagsfjórboltaleiknum Lesa meira
Solheim Cup 2021: Nýliðinn Leona Maguire stóð sig vel
Í þessu Solheim Cup móti voru 7 af 24 kylfingum, sem kepptu nýliðar – 3 í liði Bandaríkjanna: Jennifer Kupcho, Mina Harigae og Yealimi Noh. Í liði Evrópu voru 4 nýliðar: Mathilda Carstren, Leona Maguire, Nanna Koertz Madsen og Sophia Popov. Nýliðinn Leona Maguire er fyrsti kylfingurinn frá Írlandi til þess að taka þátt í Solheim Cup. Jafnframt er hún fyrsti írski tvíburinn til þess að keppa í Solheim Cup, en Leona á tvíburasystur Lisu, sem einnig er frábær kylfingur. Sem stendur er Leona nr. 43 á Rolex-heimslista kvenkylfinga. Leona stóð sig best af öllum nýliðunum hvað varðar vinningsfjölda – skilaði liði Evrópu 4 1/2 vinningi af 5, sem hún Lesa meira
Solheim Cup 2021: Lið Evrópu sigraði 15-13!!!
Glæsilegt!!! Sveit Evrópu náði að halda bikarnum og koma heim með hann að nýju!!! Solheim Cup var að ljúka nú rétt í þessu með sigri liðs Evrópu. Hetjan er hin danska Emily Pedersen, sem sýndi stáltaugar undir lokin og tryggði sigur gegn Danielle Kang og þar með sigur Evrópu. Vinningar liðs Evrópu í tvímenningnum voru jafnir þeim bandarísku eða 6 og því samtals 15 gegn 13 vinningum þeirra bandarísku. Sjá má úrslit í öllum tvímenningsleikjunum með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jakob Helgi Richter – 6. september 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Jakob Helgi Richter. Jakob Helgi er fæddur 6. september 1951 og á því 70 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Jakob Helgi Richter – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dow Finsterwald, 6. september 1929 (92 ára );Jóhann Smári Jóhannesson, 6. september 1935 (86 ára); Sigríður Margrét Gudmundsdottir (71 árs) Jóhannes Bjarki Sigurðsson 6. september 1975 (46 ára); Stephen Gangluff, 6. september 1975 (46 ára); Ragnhildur Kristinsdóttir, 6. september 1997 (24 ára) … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum Lesa meira
PGA: Hvað hlutu kylfingarnir í vinningsfé á Tour Championship?
Hér á eftir fer listi yfir hvað kylfingarnir þénuðu mikið á síðasta móti 2020-2021 keppnistímabils PGA Tour – Tour Championship, sem lauk í gær, 5. september 2021: Röð Leikmaður Skor Vinningsfé 1 Patrick Cantlay -21 $15,000,000 (u.þ.b. 1 milljarð 935 milljónir íslenskra króna) 2 Jon Rahm -20 $5,000,000 (u.þ.b. 645 milljónir íslenskra króna) 3 Kevin Na -16 $4,000,000 (u.þ.b. 516 milljónir íslenskra króna) 4 Justin Thomas -15 $3,000,000 (u.þ.b. 387 milljónir íslenskra króna) T-5 Xander Schauffele -14 $2,200,000 T-5 Viktor Hovland -14 $2,200,000 7 Bryson DeChambeau -13 $1,300,000 8 Dustin Johnson -11 $1,100,000 T-9 Billy Horschel -10 $890,000 T-9 Abraham Ancer -10 $890,000 T-11 Tony Finau -8 $705,000 T-11 Jason Lesa meira
Solheim Cup 2021: Hverjar mætast í tvímenn- ingsleikjunum? Spá Golf 1 um hvaða lið sigri
Lokadagur Solheim Cup er í dag, þar sem mest spennandi hluti viðureigna álfanna beggja fer fram, tvímenningsleikirnir. Fylgjast má með tvímenningsleikjunum á skortöflu með því að SMELLA HÉR: Eftirfarandi kylfingar mætast og fer hér jafnframt spá Golf 1 um úrslit í viðureignunum: 1 Lexi Thompson spilar við Önnu Nordqvist. – Viðureign Solheim reynsluboltana Golf 1 spáir Nordqvist sigri eða jöfnu. Óskhyggjan er að Nordqvist sigri – Lexi er samt sterk á heimavelli og eiginlega held ég alltaf með henni. Erfitt tipp hér. Samt sigur Nordqvist; hún verður að setja tóninn; ef ekki, er hætt við að illa fari. 2 Ally Ewing mætir Madelene Sägström – Madelene verður að fara að Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Íslensku keppendurnir úr leik
Andri Þór Björnsson, Bjarki Pétursson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í British Challenge Presented by Modest! Golf Management, sem fram fór 2.-5. september sl. Spilað var á Belfry vellum sögufræga, í Sutton Coldfield, Englandi. Enginn íslensku strákanna komst í gegnum niðurskurðinn, sem miðaður var við samtals 3 undir pari eða betra. Bjarki var næstur Íslendinganna að komast í gegn; lék á samtals pari og Andri Þór og Haraldur á 3 yfir pari. Sigurvegari mótsins varð Hugo Leon frá Chile en hann lék á samtals 19 undir pari, 269 högum (65 66 69 69) Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: The Belfry
PGA: Cantlay sigraði á Tour Championship
Tour Championship fór fram dagana 2.-5. september í East Lake, Atlanta, Georgíu og lauk því í gær. Sigurvegari mótsins er bandaríski kylfingurinn Patrick Cantlay. Sigurskor Cantlay var 21 undir pari, 269 högg (67 66 67 69). Í 2. sæti aðeins. 1 höggi á eftir varð Jon Rahm, á samtals 20 undir pari. Þriðji varð Kevin Na á samtals 16 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Tour Championship með því að SMELLA HÉR:
LET: Guðrún Brá varð í 24. sæti á Creekhouse Ladies Open
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK tók þátt í móti vikunnar á LET, Creekhouse Ladies Open. Mótið fór fram dagana 2.-5. september á Åhus Ostra golfvellinum í Kristianstad golfklúbbnum í Svíþjóð. Guðrún Brá lék á samtals 7 yfir pari, 295 höggum (73 73 73 76). Sigurvegari mótsins var heimakonan Maja Stark, sem. lék á samtals 9 undir pari, 279 höggum (72 65 71 71). Sjá má lokastöðuna á Creekhouse Ladies Open með því að SMELLA HÉR:










