Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2021 | 21:52

Solheim Cup 2021: Lið Evrópu sigraði 15-13!!!

Glæsilegt!!! Sveit Evrópu náði að halda bikarnum og koma heim með hann að nýju!!!

Solheim Cup var að ljúka nú rétt í þessu með sigri liðs Evrópu.

Hetjan er hin danska Emily Pedersen, sem sýndi stáltaugar undir lokin og tryggði sigur gegn Danielle Kang og þar með sigur Evrópu.

Vinningar liðs Evrópu í tvímenningnum voru jafnir þeim bandarísku eða 6 og því samtals 15 gegn 13 vinningum þeirra bandarísku.

Sjá má úrslit í öllum tvímenningsleikjunum með því að SMELLA HÉR: