Solheim Cup 2021: Hvaða kylfingar stóðu sig best í liði Bandaríkjanna?
Lið Bandaríkjanna tapaði fyrir liði Evrópu í 17. Solheim Cup viðureign álfanna sl. mánudag, 6. september 2021. Í sigurliðinu var það nýliðinn Leona Maguire, sem náði 4,5 vinningi af 5 sem hún gat mögulega fengið sem stóð sig best allra í liði Evrópu. Leona er aðeins 3. kylfingurinn í allri sögu Solheim Cup til þess að ná 4,5 vinningi eða meira og segir sig sjálft að hún var sá kylfingur sem stóð sig langbest í heildina tekið. Sagt er að nýliðar Evrópu hafi unnið bikarinn, því finnski nýliðinn Mathilda Carstren tryggði að bikarinn færi ekkert frá Evrópu. Enginn kylfingur í liði Bandaríkjanna fékk að spila fleiri en 4 leiki, þannig Lesa meira
Solheim Cup 2021: Jessica Korda segist hafa fengið hatursfull skilaboð á samfélagsmiðlum e. tap liðs Bandaríkjanna
Jessica Korda sagði frá því að eftir tap bandaríska liðsins fyrir liði Evrópu í Solheim bikarnum hafi hún fengið hatursfull skilaboð á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir að Korda hafi unnið glæsilegan 3 & 1 sigur gegn Charley Hull í tvíliðaleik mánudagsins, var það ekki nóg til þess að snúa við 14-12 stöðunni, sem var staðan fyrir sigur hennar, en hún kom bandaríska liðinu í 14-13. Úrslitin í Solheim Cup urðu síðan 15-13 eftir 12. og síðustu viðureignina, þar sem hin danska Emily Pedersen bar sigurorð af Daníelle Kang í viðureign þeirra og kom stöðunni í 15-13. Jafnvel þó Pedersen hefði tapað hefði bikarinn haldið áfram að vera í Evrópu, því verði jafnt Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Elsa Sigurðardóttir – 8. september 2021
Það er Margrét Elsa Sigurðardóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Margrét Elsa er fædd 8. september 1966 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Margréti Elsu til hamingju með afmælið hér að neðan Margrét Elsa Sigurðardóttir – Innilega til hamingju með 55 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólína Þorvarðardóttir, 8. september 1958 (63 ára); Ólafur William Hand, 8. september 1968 (53 ára); Þórður Rafn Gissurarson, GR, 8. september 1987 (34 ára); Cyna Rodriguez, frá Filippseyjum (spilaði á LPGA), 8. september 1991 (30 ára STÓRAFMÆLI) ….. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira
Madelene Sagström varð fyrir kynferðisofbeldi sem barn
Sænski kylfingurinn Madelene Sagström hefur opinberað að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi sem barn og vonar að með því að tjá sig geti hún hjálpað öðrum í sömu aðstöðu að takast á við áfallið. Sagström, sem er í 48. sæti á Rolex heimslista kvenkylfinga, sagði að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi af fullorðnum karlkyns vini í Svíþjóð þegar hún var 7 ára, en hún hafi haldið því leyndu í 16 ár. Sagström, sem í dag er 28 ára, sagðist fyrst hafa deilt sögu sinni árið 2016 með leiðbeinanda sínum Robert Karlsson fyrrum leikmanni Ryder, bikarsins sem hún hitti í gegnum sænska landsliðið. „Í 16 ár lét ég eins og ekkert Lesa meira
Solheim Cup 2021: Nordqvist telur evrópska liðið það besta hingað til
Anna Nordqvist átti ágætis Solheim Cup mót, skilaði liðinu 2,5 vinningi og tapaði 1 leik í 4 leikjum sem hún spilaði í. Mótið í Toledo er 7. Solheim Cup keppnin sem hún tekur þátt í og var hún því því mesti reynslubolti evrópska liðsins. Hún vann í fjórmenningi og fjórboltaviðureginum 1. keppnisdags ásamt Mathildu Carstren og hélt jöfnu gegn Lexi Thompson í 1. tvímenningsviðureign mánudagsins. Tekið var viðtal við Önnu eftir tvímenningsleikinn, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Í öðru viðtali eftir sigur liðs Evrópu sagði Anna Nordqvist m.a.: „Ég held virkilega að þetta sé besta evrópska liðið hingað til.“ Sjá má kynningu Golf 1 á Önnu Nordqvist Lesa meira
Solheim Cup 2021: Reglubrot Madelene Sagström í fjórboltakeppni 1. dags
Sænski Ólympíusigurvegarinn og Solheim Cup kylfingurinn Madelene Sagström átti erfitt en eflaust líka eftirminnilegt Solheim Cup mót, þar sem hún lenti í regluþrasi, þegar á 1. degi. En hvað væri Solheim Cup án þess að kæmi til góðrar deilu um golfreglurnar? Það er alltaf óvinsælt þegar golfviðureignir vinnast á golfreglum en ekki frammistöðu kylfinganna sjálfra – og í því lenti Sagström. Dómarinn dæmdi reglubrot á Sagström í laugadags fjórbolta viðureign hennar og hinnar dönsku Nönnu Koertz Madsen á 1. keppnisdegi gegn. nr. 1 í kvennagolfinu Nelly Korda og Ally Ewing. Arnarpútt Nelly lenti á bollabarminum á 13. braut Inverness vallarins. Sagström gékk þegar að boltanum tók hann upp og gaf Nelly Lesa meira
Solheim Cup 2021: „Íslandsvinurinn“ Carstren tryggði að bikarinn yrði áfram í Evrópu
Finnski kylfingurinn Mathilda Carstren var ein af 4 nýliðum í liði Evrópu í nýafstaðinni Solheim Cup keppni … og hún er ein af hetjunum og framtíðarkylfingunum í liði Evrópu. Hún er jafnframt fyrsti Finninn til að taka þátt í Solheim Cup. Með sigurpútti í tvímenningsleik sínum gegn reynsluboltanum bandaríska Lizette Salas , leik sem vannst 1 up, tryggði hún að Solheim Cup bikarinn færi ekki frá Evrópu. Þegar Carsten setti niður púttið voru 5 leikir eftir, en þar sem lið Evrópu hafði undanfarna 2 keppnisdaga nælt sér í 9 vinninga þurfti aðeins 5 vinninga til þess að ná 14 stigum og þar með halda jöfnu við þær bandarísku. Sigur Carsten færði Lesa meira
Jon Rahm leikmaður ársins hjá PGA of America
Spænski kylfingurinn Jon Rahm hlaut í fyrsta sinn heiðursviðurkenninguna PGA of America leikmaður ársins. Jafnframt hlaut hann Vardon bikarinn, sem hefir verið veittur árlega frá 1937 fyrir lægsta leiðrétta meðaltalsskorið (ens. lowest adjusted scoring average). Á sl. keppnistímabili, sem var óvenjulegt að því leyti að keppt var um sex risatitla, vegna tilfærslna frá árinu áður vegna Covid-faraldursins hlaut Rahm 75 „leikmaður ársins“ stig – fimm fleiri en Bryson DeChambeau. Fyrir ári síðan varð Rahm í öðru sæti í keppninni um titilinn „PGA kylfingur ársins árið 2020″, á eftir Justin Thomas, og munaði 10 stigum á þeim. Rahm, 26 ára sigraði aðeins einu sinni á keppnistímabilinu 2020-21, en í engu smámóti – Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Louise Suggs ——– 7. september 2021
„Golf er eins og ástarævintýri. Ef þú tekur það ekki alvarlega, þá er ekkert gaman að því, en ef þú gerir það þá mun hjarta þitt bresta. Forðist hjartabresti en daðrið við möguleikann,” er haft eftir einum helsta frumkvöðli LPGA-mótaraðarinnar, Louise Suggs. Það er Louise Suggs, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mae Louise Suggs fæddist 7. september 1923 í Atlanta, Georgia og hefði því orðið 98 ára dag! Louise Suggs lést 7. ágúst 2015. Hún bjó á Delray Beach í Flórída. Bob Hope uppnefndi þessa 1,68 metra háu konu “Miss Sluggs”, sem er ekki sluggsari í beinni þýðingu á íslensku heldur eitthvað meira í áttina að sleggju, því Louise Suggs var Lesa meira
Solheim Cup 2021: Ryder leikmenn og fyrirliðar samfagna
Það voru margir sem óskuðu evrópska Solheim Cup liðinu til hamingju með afrekið að sigra bandarískt lið á heimavelli. Hér eru fagnaðartvít nokkurra, sem tengst hafa Rydernum, sem samfögnuðu evrópska Solheim Cup sigurliðinu á Twitter: Pádraig Harrington: What an inspirational performance by Team Europe. Thanks #SolheimCup @RyderCupEurope Sir Nick Faldo: Congratulations ladies fantastic defence of the Cup! Colin Montgomerie: Congratulations @SolheimCupEuro @Beany25 to win with little or no on course support was amazing. Everyone in European golf is so proud of you Lee Westwood: Great performance by @leona_maguire. I’m also very surprised that she’s the first Irish person to play in the @TheSolheimCup. We’ll done 👏🏻👏🏻👏🏻 Jon Rahm: Congratulations to the @SolheimCupEuro for Lesa meira










