Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2021 | 20:00

Solheim Cup 2021: Staðan eftir 2. dag

Annan daginn á Solheim Cup var að nýju spilaður fjórmenningur fyrir hádegi en fjórbolti eftir hádegi. Í fjórmenningnum sneru þær bandarísku heldur betur blaðinu við frá því fyrri daginn hlutu 3 1/2 vinning gegn 1 1/2 vinningi þeirra evrópsku. Ally Ewing og Nelly Korda héldu jöfnu gegn þeim Mel Reid og Leonu Maguire. Danielle Kang og Austin Ernst unnu þær Georgiu Hall og Madelene Sägström 1 up. Lizette Salas og Jennifer Kupcho unnu Önnu Nordqvist og Matthildu Carstren 3&1. Lexi Thompson og Brittany Altomare unnu Charlie Hull og Emily Pedersen 2&1. Einnig í fjórboltanum eftir hádegi höfðu þær bandarísku betur 2 1/2 vinning gegn 1 1/2 vinningi Evrópu. Jennifer Kupcho Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alexa Stirling Fraser – 5. september 2021

Það er Alexa Stirling Fraser, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún var fædd 5. september 1897 og hefði orðið 124 ára í dag hefði hún lifað, en Alexa dó 15. apríl 1977. Sjá má eldri umfjöllun Golf 1 um Alexu Stirling Fraser í greinaflokknum kylfingar 19. aldar með því að SMELLA HÉR; Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru Thomas Charles Pernice Jr. 5. september 1959 (62 ára); Grétar (Gressi) Agnars, 5. september 1972 (49 ára); Ingvar Karl Hermannsson, 5. september 1982 (39 ára) … og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2021 | 21:00

Solheim Cup 2021: Staðan eftir 1. dag

Í dag á fyrsta keppnisdegi Solheim Cup var keppt í fjórmenningi fyrir hádegi og fjórbolta eftir hádegi. Í sem stystu máli fór lið Bandaríkjanna slælega af stað hreppti aðeins 1/2 vinning fyrir hádegi á móti 3 1/2 vinningi liðs Evrópu. Aðeins Ally Ewing og Meghan Kang tókst að halda jöfnu gegn þeim Georgiu Hall og Celine Boutier í liði Evrópu. Í sigurliðum Evrópu voru: Anna Nordqvist og Mathilda Carstren sem unnu Danielle Kang og A. Ernst 1 up; Mel Reid og Leona Maguire sem unnu systurnar Nelly og Jessicu Corda 1 up og Charlie Hull og Emily Pedersen sem unnu Lexi Thompson og Brittany Altomare 1 up Eftir hádegi í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (36/2021)

Einn sem segja verður á ensku: A man got on a bus with both of his front pant pockets full of golf balls. He sat down next to a beautiful blonde. The blonde kept looking quizzically at him and his obviously bulging pants. Finally, after many such glances from her, he said, “Its golf balls.” The blond looked at him compassionately and said: “Oh you poor thing. I bet that hurts a whole lot worse than tennis elbow?”

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Christian Þorkelsson – 4. september 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Christian Þorkelsson. Hann er fæddur 4. september 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Christian er í GR. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Christian Þorkelsson 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir stórkylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Raymond Floyd, 4. september 1942 (79 ára); Ásbjörn Björgvinsson (64 ára); Pétur Már Ólafsson, 4. september 1965 (56 ára); Laura Lyn Rosier-Heckaman 4. september 1968 (53 ára); Óska Skart (37 ára); Dawn Shockley, bandarískur nýliði á LET 2012 fædd 4. september 1986 (35 ára) … og … Golf 1 óskar öllum, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2021 | 18:00

Solheim Cup 2021: Bæði lið klár – Keppnin hefst á morgun

Solheim Cup fer fram dagarna 4.-6. september og helst því á morgun. Mótsstaður að þessu sinni er Inverness Club í Toledo, Ohio og þær bandarísku því á heimavelli. Þetta er í 17. sinn sem keppnin fer fram, en þar eigast. við úrval kvenkylfinga frá Evrópu á móti þeim bestu frá Bandaríkjunum. Lið Bandaríkjanna er svo skipað: Pat Hurst 52 ára fyrirliði. Angela Stanford 43 ára varafyrirliði.  Michelle Wie, 31 árs varafyrirliði. Stacy Lewis 36 ára varafyrirliði. Í liðinu eru síðan eftirfarandi kylfingar: Nelly Korda 23 ára; Danielle Kang 28 ára; Ally Ewing 28 ára; Lexi Thompson 26 ára; Austin Ernst 29 ára; Jessica Korda 28 ára; Megan Khang 23 ára; Lizette Salas 32 ára; Brittany Altomare 30 ára; Jennifer Kupcho 24 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Svanhildur Gestsdóttir – 3. september 2021

Það er Svanhildur Gestsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Svanhildur er fædd 3. september 1964 og á því 57 ára rafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur og móðir afrekskylfingsins Írisar Kötlu Guðmundsdóttir. Svanhildur hefir staðið sig vel í opnum mótum sigraði t.d. í punktakeppnishluta Siggu & Timo mótsins 2012 og varð í 2. sæti í Loftleiðir Masters golfmótinu á vegum Golfklúbbs flugfreyja og flugþjóna, sem haldið var 29. júlí 2014. Eins mátti oft sjá Svanhildi í kaddýstörfum fyrir dóttur sína, Írisi Kötlu á Eimskipsmótaröðinni (nú: Mótaröð þeirra bestu). Svanhildur er gift Guðmundi Arasyni og eiga þau þrjú börn: Írisi Kötlu, Snædísi og Ara Gest. Komast má á facebook síðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2021 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín í bráðabana um 1. sætið á B-NL Challenge Trophy!!!

Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson tóku þátt í móti vikunnar á Áskorendamóti Evrópu B-NL Challenge Trophy sem fram fór í Spijk, Hollandi, dagana 26.-29. ágúst sl. Spilað var á The Dutch vellinum í Spijk, sem er par-71 og 6.369 metrar að lengd. Haraldur Franklín var lenti í 4 manna bráðabana um 1. sætið í mótinu, sem er stórkostlegur og besti árangur hans!!! Því miður hafðist ekki sigur að þessu sinni, en Spánverjinn Alfredo Garcia Heredia, stóð uppi sem sigurvegari, á 7. holu bráðabanans. Hinir tveir í bráðabananum voru þeir Michael Hoey og Daninn Marcus Helligkilde. Haraldur, Hoey, Heredia og Helligkilde léku allir á 11 undir pari, 273 höggum.  Í bráðabananum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Þorsteinsson – 2. september 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Hörður Þorsteinsson, fv framkvæmdastjóri GSÍ. Hörður er fæddur 2. september 1961. Hann er í Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði. Hörður er viðskiptafræðingur, í sambúð með Ásdísi Helgadóttur og á 4 dætur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ. Mynd: Golf 1 Hörður Þorsteinsson (60 ára merkisafmæli  – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marian McDougall, f. 2. september 1913 – d. 14. maí 2009 (hefði átt 108 ára afmæli í dag; Bergsveinn Þórarinsson, GKG, 2. september 1957 (64 ára); Sigurður Jonsson, 2. september 1957 (64 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2021 | 18:00

PGA: Cantlay sigraði á BMW Championship e. bráðabana við DeChambeau

BMW Championship fór fram dagana 23.-29. ágúst sl. Sigurvegari mótsins var bandaríski kylfingurinn Patrick Cantlay. Cantlay varð að hafa fyrir sigrinum því eftir 72 holu hefðbundinn leik var allt jafnt milli hans og landa hans Bryson DeChambeau og varð að gera út um leikinn í bráðabana. Þar hafði Cantlay betur á 6. holu bráðabanans; vann með fugli á par-4 18. holu Caves Valley golfklúbbsins, í Owings Mills, Maryland, þar sem mótið fór fram. Í 3. sæti, heilum 4 höggum á eftir Cantlay og DeChambeau varð Sungjae Im frá S-Kóreu. Sjá má lokastöðuna á BMW Championship með því að SMELLA HÉR: