Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2021 | 21:00

LET: Guðrún Brá varð í 24. sæti á Creekhouse Ladies Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK tók þátt í móti vikunnar á LET, Creekhouse Ladies Open.

Mótið fór fram dagana 2.-5. september á Åhus Ostra golfvellinum í Kristianstad golfklúbbnum í Svíþjóð.

Guðrún Brá lék á samtals 7 yfir pari, 295 höggum (73 73 73 76).

Sigurvegari mótsins var heimakonan Maja Stark, sem. lék á samtals 9 undir pari, 279 höggum (72 65 71 71).

Sjá má lokastöðuna á Creekhouse Ladies Open með því að SMELLA HÉR: