Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2021 | 08:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Íslensku keppendurnir úr leik

Andri Þór Björnsson, Bjarki Pétursson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í British Challenge Presented by Modest! Golf Management, sem fram fór 2.-5. september sl.

Spilað var á Belfry vellum sögufræga, í Sutton Coldfield, Englandi.

Enginn íslensku strákanna komst í gegnum niðurskurðinn, sem miðaður var við samtals 3 undir pari eða betra.

Bjarki var næstur Íslendinganna að komast í gegn; lék á samtals pari og Andri Þór og Haraldur á 3 yfir pari.

Sigurvegari mótsins varð Hugo Leon frá Chile en hann lék á samtals 19 undir pari, 269 högum (65 66 69 69)

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að  SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: The Belfry