Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2013 | 07:00

Um 350 taka þátt í opnum mótum í dag!

Það eru 3 opin mót í boði fyrir golfþyrsta kylfinga  og áætlað að  350 manns muni sveifla kylfum á einum eða öðrum tímapunkti í dag á þeim:

1. GKJ – Í Mosfellsbænum fer fram Opna Vormót GKJ I og Golf Outlet. Það eru 152 skráðir í mótið!

2. GSG – Í Sandgerði fer fram Marsmót nr. 4 og eru 47 manns skráðir í mótið!

3. GS    –  Á Hólmsvelli í Leiru fer fram fyrsta opna mót ársins í Egils Gullmótaröð GS og eru 150 manns skráðir í mótið!

Til stóð að 4. mótið Vetrarmót 1 færi fram á Húsatóftavelli þeirra Grindvíkinga, en mótinu hefir nú verið aflýst.

Já, nú eru páskarnir og vorið á næsta leyti með margt góðgætið á boðstólum fyrir kylfinga, eins og aukið framboð móta innanlands, utanlands vorgolfferðir og The Masters!