Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2013 | 23:30

PGA: Tiger Woods efstur – Rickie Fowler T-2 – Hápunktar og högg 3. dags

Það er Tiger Woods sem er kominn í efsta sætið fyrir lokahring Arnold Palmer Invitational eftir 3. keppnisdag. Hann er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 205 höggum (69 70 66) og átti frábæran hring upp á 6 undir pari á 3. keppnisdegi.  Tiger fékk örn, 5 fugla, 11 pör og 1 skolla.

Í öðru sætinu, 2 höggum á eftir Tiger eru þeir Rickie Fowler, Justin Rose og John Huh allir á samtals 9 undir pari, 207 höggum; Fowler (73 67 67); Rose (65 70 72) og Huh (67 69 71).

Fimmta sætinu deila síðan 5 kylfingar allir á samtals 8 undir pari, 208 höggum, hver, en það eru þeir: Bill Haas, Thorbjörn Olesen, Gonzalo Fdez-Castaño, Ken Duke og Jimmy Walker

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Arnold Palmer Inv.  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags á Arnold Palmer Inv., sem var arnarvipp Gonzo á par-5 6. holu Bay Hill vallarins SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Arnold Palmer Inv. SMELLIÐ HÉR: