Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2013 | 04:30

Evróputúrinn: Maybank Malaysia Open í beinni

Maybank Malaysian Open er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni en það fer  fram í Kuala Lumpur, Malasíu.

Sá sem á titil að verja er ítalski táningurinn Matteo Manassero, en einn sterkasti keppandi mótsins er nr. 3 á heimslistanum Luke Donald.

Meðal annarra keppenda eru Alvaro Quiros,  Edoardo Molinari, Pádraig Harrington og Thomas Aiken, sem vann Avantha Masters mótið á Indlandi um s.l. helgi.

Sem stendur er Thaílendingurinn, Kiradech Aphibarnrat í forystu og Wu Ashun frá Kína og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku í 2. sæti.

Útsending frá mótinu hófst kl. 4:30 í beinni á netinu.

Til þess að sjá frá mótinu í beinni SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að fylgjast með stöðunni SMELLIÐ HÉR: