Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2013 | 09:00

Evróputúrinn: Þrumuveður tefur leik á 3. degi á Maybank mótinu – Aphibarnrat enn efstur

Thaílendingurinn Kiradech Aphibarnrat heldur forystu eftir að þrumur og eldingar frestuðu enn leik á Maybank Malaysia Open í Malasíu í morgun, 3. mótsdag.Aphibarnrat hafði rétt tekist að spila 2 holur og er nú samtals á 11 undir pari.

Í 2. sæti 1 höggi á eftir er risamótssigurvegarinn suður-afríski Charl Schwartzel á 10 undir pari, en líkt og Aphibarnrat var hann bara búinn að spila 2 holur.

Í þriðja sæti er hópur 7 kylfinga, sem allir eru búnir að spila á samtals 9 undir pari hver, en misjafnlega langt komnir á 3. hring. Í þessum hópi 7 kylfinga eru: Daninn Anders Hansen (búinn að spila 8 holur af 3. hring) og Peter Lawrie og Edoardo Molinari (búnir að spila 7 holur af 3. hring).

Sjá má stöðuna á 3. degi þegar mót var frestað með því að SMELLA HÉR: