Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2013 | 20:00

Evróputúrinn: Siem efstur eftir 1. dag í Marokkó

Það er Þjóðverjinn Marcel Siem, sem leiðir eftir 1. dag á Trophée Hassan II mótinu, sem hófst í dag á Royal Palais golfvellinum í Agadír, Marokkó.

Siem var á 8 undir pari, 64 glæsihöggum á hring þar sem hann fékk 2 erni, 5 fugla, 10 pör og 1 skolla.  Hann á 3 högg á þann sem næstur kemur Spánverjann Alvaro Velasco, sem var á 5 undir pari, 67 höggum í dag.

Þriðja sætinu deila 3 Englendingar: David Horsey, Graeme Storm og Simon Wakefield allir á 4 undir pari, 68 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR: