Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2013 | 19:30

Ólafur Björn á 3 yfir pari eftir 1. dag í N-Karólínu

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þessa dagana þátt á The Championship at St. James, en mótið er hluti af eGolf mótaröðinni. Mótið fer fram dagana 27.-30. mars í Reserve Club at St. James í Southport, Norður-Karólínu.

Ólafur Björn er búinn að leika fyrstu 2 hringina á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (73 74) og er sem stendur í 37. sæti, en nokkrir eiga eftir að ljúka 2. hring þegar þetta er ritað.

Fremur vindasamt var í dag og aðstæður erfiðar til leiks.

Á facebook síðu sinni skrifar Ólafur Björn eftirfarandi um leik sinn 1. daginn á The Championship at St. James:

„Sáttur við spilamennsku dagsins en bíð óþreyjufullur eftir að boltinn í stuttu púttunum fari að hlýða mér betur. Völlurinn er langur og mjög fljótur að refsa, sérstaklega í svona miklum vindi. Ég gerði fá mistök í dag, spilaði af skynsemi en á sama tíma af ákveðni þegar tækifærin gáfust. Það gekk allt upp fyrir utan að klára púttin. Þrátt fyrir smá hiksta undanfarið í púttunum er tæknin mun betri og bara tímaspursmál hvenær þetta smellur,“ segir Ólafur á Facebook síðu sinni.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á The Championship at St. James SMELLIÐ HÉR: