Afmæliskylfingur dagsins: Richie Ramsay – 15. júní 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Richie Ramsay. Richie fæddist í Aberdeen í Skotlandi 15. júní 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2007. Richie er heiðursfélagi í Royal Aberdeen Golf Club. Hann útskrifaðist frá Stirling University í Skotlandi, árið 2007. Árið 2006 varð Richie fyrsti kylfingurinn á Bretlandseyjum til þess að sigra á US Amateur í næstum 100 ár. Richie hefir einnig á ferli sínum sem atvinnumanns í golfi sigrað tvívegis á Evrópumótaröðinni og 2 sinnum á Áskorendamótaröðinni. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret Ives Abbott, 15. júní 1878; Justin Leonard, 15. júní 1972 (41 árs); Matt McQuillan, (kanadískur kylfingur) 15. júní Lesa meira
GK: Rúnar á 64 höggum!!!
Í dag fór fram ZO-ON mótið á Hvaleyrinni og voru skráðir þátttakendur 172, en þar af luku 165 keppni, þar af 14 konur. Rúnar Arnórsson, GK, gerði sér lítið fyrir og jafnaði vallarmet Hvaleyrarvallar af gulum teigum, upp á 64 högg. Rúnar skilaði inn „hreinu skorkorti“ fékk m.a. glæsiörn á 8. braut og 5 fugla (á 2., 12., 14., 15. og 17. holu). Stórglæsilegt hjá Rúnari!!! Í 2. sæti á eftir Rúnari og einnig á glæsilegu skori og þar að auki langefst kvenna varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, á 4 undir pari, 67 höggum. Guðrún Brá fékk 6 fugla, 10 pör og 2 skolla þ.á.m. fékk Guðrún Brá 4 fugla Lesa meira
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (3): Lárus Garðar Long á besta skorinu í Setberginu – Myndasería
Það var 13 ára strákur úr Vestmannaeyjum, Lárus Garðar Long, sem var á besta skorinu í Setberginu í dag, 15. júní 2013, á 3. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka. Lárus Garðar lék á 6 yfir pari, 78 höggum. Golf 1 var á staðnum og má sjá litla myndaseríu frá mótinu með því að SMELLA HÉR: Alls voru þátttakendur í 3. móti Áskorendamótaraðar 77 talsins, þar af aðeins 2 í kvennaflokki þ.e. telpnaflokki 15-16 ára, sem er áhyggjuefni. Þetta voru þær Ólöf Agnes Arnardóttir, GO sem sigraði í telpnafloki og Eydís Eir Óttarsdóttir, GO sem varð í 2. sæti. Fjölmennasti flokkurinn var flokkur 14 ára og yngri stráka en þeir voru 44 talsins Lesa meira
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (3): hjá GSE – 15. júní 2013
GR: Korpan 27 holu völlur! – Myndasería frá vígslumótinu
Í dag, 15. júní 2013 var stór dagur í sögu GR sem og golfsögu Íslands en þá opnaði Korpúlfsstaðavöllur fyrstur íslenskra valla sem 27 holu völlur. Segja má með sanni að Korpan hafi SÁL – Sjóinn – Ánna og Landið, nýju 9 holu lykkjurnar þrjár og voru Áin og Landið leikin í vígslumótinu í dag. Voru 184 klúbbfélagar skráðir í mótið – Aðrir gátu tekið hring á Sjónum. Golf 1 var á staðnum og hér má sjá litla myndaseríu frá vígslumóti Korpu SMELLIÐ HÉR:
Vígslumót Korpunnar – 15. júní 2013
US Open: Horschel og Mickelson efstir eftir 2. dag
Það eru þeir Billy Horschel og Phil Mickelson, sem leiða eftir 2. dag US Open risamótsins, en báðir eru búnir að spila á 1 undir pari samtals; Horschel (72 67) og Mickelson (67 72). Jafnir í 3. sæti á samtals parinu eru þeir Steve Stricker, Luke Donald og Justin Rose og skilur því aðeins 1 högg þá frá efstu mönnum. Þess mætti geta að engum af ofangreindum kylfingum hefir tekist að sigra á US Open, en af þessum 5 á Phil Mickelson það met að hafa 5 sinnum orðið í 2. sæti á US Open. Kannski að nú verði breyting á? Ekki tókst að ljúka leik vegna myrkurs og eiga Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (3): Úrslit eftir 1. dag
Í gær, 14. júní, hófst á Leirdalsvelli 3. stigamótið á Íslandsbankamótaröðinni þ.e. Íslandsmótið í holukeppni unglinga. Leikinn var höggleikur og komust 16 áfram í hverjum aldursflokki (alls 84) í 16 manna úrslit sem hefjast snemma í dag, 15. júní, en alls 142 hófu keppni. Úrslit úr höggleiknum voru eftirfarandi: Piltar 17-18 ára: 1 Kristinn Reyr Sigurðsson GR 7 F 36 34 70 -1 70 70 -1 2 Árni Freyr Hallgrímsson GR 7 F 36 37 73 2 73 73 2 3 Aron Snær Júlíusson GKG 4 F 36 37 73 2 73 73 2 4 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 6 F 35 39 74 3 74 74 3 5 Bogi Lesa meira
Golfútbúnaður: Nýju adidas golfskórnir
Aðeins heimskur maður vanmetur mikilvægi góðra golfskóa. Gott par af golfskóm þarf ekki aðeins að vera þægilegt og passa nákvæmlega það verður líka að veita kylfingum sama á hvaða stigi leiksins þeir eru, stöðugleika og grip í öllum veðuraðstæðum. En….. þeir þurfa líka að vera smart! Þessa dagana fæst mikið úrval af herra golfskóm. Þeir eru sportlegir allt frá frábærum götuskóm til klassískari útgáfu. Hér má sjá það nýjasta frá Adidas SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Berglind Rut Hilmarsdóttir – 14. júní 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Berglind Rut Hilmarsdóttir. Berglind Rut er fædd 14. júní 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfings til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Berglind Rut Hilmarsdóttir (40 ára – Innilega til hamingju!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Teruo Sugihara, 14. júní 1937 – d. 28. desember 2011. Japönsk golfgoðsögn; Catherine Rita Panton-Lewis, 14. júní 1955 (58 ára); Stéphanie Arricau, 14. júní 1973 (40 ára stórafmæli!!!); Christine Song, 14. júní 1991 (22 ára) ….. og ….. Oddgeir Þór Gunnarsson (41 árs) Davíð Rúnar Dabbi Rún (42 ára) Raggi Rögg Guðjón Henning Hilmarsson (25 ára) Erlendur G Guðmundsson Lesa meira









