Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2013 | 02:45

US Open: Horschel og Mickelson efstir eftir 2. dag

Það eru þeir Billy Horschel og Phil Mickelson, sem leiða eftir 2. dag US Open risamótsins, en báðir eru búnir að spila á 1 undir pari samtals; Horschel (72 67) og Mickelson (67 72).

Jafnir í 3. sæti á samtals parinu eru þeir Steve Stricker, Luke Donald og Justin Rose og skilur því aðeins 1 högg þá frá efstu mönnum.

Þess mætti geta að engum af ofangreindum kylfingum hefir tekist að sigra á US Open, en af þessum 5 á Phil Mickelson það met að hafa 5 sinnum orðið í 2. sæti á US Open. Kannski að nú verði breyting á?

Ekki tókst að ljúka leik vegna myrkurs og eiga því fjölmargir kylfingar eftir að klára 2. hring og verður byrjað snemma á morgun á því að ljúka 2. umferð.

Rory og Tiger eru meðal 6 kylfinga sem deila 17. sætinu á 3 yfir pari.  Adam Scott sem var með þeim í ráshóp átti afleitan 2. dag með hring upp á 75 og er því dottinn niður í 53. sætið á samtals 7 yfir pari (72 75). Eins og staðan er nú lítur út fyrir að Adam Scott rétt sleppi í gegnum niðurskurð en niðurskurðarlínan en miðuð við 7 yfir pari eins og er.

Þeir sem eru með samtals 8 yfir pari eða lakara skor komast ekki í gegn (eins og er) en í þeim hópi er m.a. Martin Kaymer (samtals 8 yfir pari – 70 78); Brandt Snedeker (með samtals 8 yfir pari 74 74) og Graeme McDowell ( á samtals 13 yfir pari 77 76).

Til þess að sjá stöðuna á US Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: