Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2013 | 20:00

GK: Rúnar á 64 höggum!!!

Í dag fór fram ZO-ON mótið á Hvaleyrinni og voru skráðir þátttakendur 172, en þar af  luku 165 keppni, þar af 14 konur.

Rúnar Arnórsson, GK, gerði sér lítið fyrir og jafnaði vallarmet Hvaleyrarvallar af gulum teigum, upp á 64 högg. Rúnar skilaði inn „hreinu skorkorti“ fékk m.a. glæsiörn á 8. braut og 5 fugla (á 2., 12., 14., 15. og 17. holu).  Stórglæsilegt hjá Rúnari!!!

Í 2. sæti á eftir Rúnari og einnig á glæsilegu skori og þar að auki langefst kvenna varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, á 4 undir pari, 67 höggum. Guðrún Brá fékk 6 fugla, 10 pör og 2 skolla þ.á.m. fékk Guðrún Brá 4 fugla í röð á holum nr. 2-5 og af þessum brautum er sérlega glæsilegt hjá henni að ná fugli á par-4 dogleg 5. brautina, sem reynist mörgum erfið!  Eins fékk Guðrún Brá fugla á par-5 urnar, 7. og 15. braut.

Guðrún Brá var frábær á ZO ON mótinu í dag!!!

Guðrún Brá var frábær á ZO ON mótinu í dag!!!

Ottó Sigurðsson, GKG sem lék frábært golf, var á 3 undir pari, 68 höggum og í 3. sæti voru Kristinn Gústaf Bjarnason, GSE og  Sigurjón Arnarson, GR á 2 undir pari,  69 höggum. Í 6.-9. sæti urðu Björgvin Sigurbergsson GK og 3 aðrir, sem allir skiluðu inn skori upp á 1 undir pari, 70 högg!

Sjá má úrslit í heild hér fyrir neðan: