Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2013 | 22:00

Afmæliskylfingur dagsins: Richie Ramsay – 15. júní 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Richie Ramsay. Richie  fæddist í Aberdeen í Skotlandi 15. júní 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2007. Richie er heiðursfélagi í Royal Aberdeen Golf Club. Hann útskrifaðist frá Stirling University í Skotlandi, árið 2007.

Árið 2006 varð Richie fyrsti kylfingurinn á Bretlandseyjum til þess að sigra á US Amateur í næstum 100 ár. Richie hefir einnig á ferli sínum sem atvinnumanns í golfi  sigrað tvívegis á Evrópumótaröðinni og 2 sinnum á Áskorendamótaröðinni.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Margaret Ives Abbott, 15. júní 1878; Justin Leonard, 15. júní 1972 (41 árs); Matt McQuillan, (kanadískur kylfingur) 15. júní 1981 (32 ára);  Momoko Ueda, 15. júní 1986 (27 ára) …. og …..

 

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is