Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2021 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Hulda Clara & félagar T-4 og Andrea & félagar í 11. sæti í Colorado

Íslandsmeistarinn í höggleik 2021 Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og félagar í University of Denver og Andrea Bergsdóttir, GKG og félagar í Colorado State University tóku þátt í Ron Moore Women´s Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 8.-10. október 2021.

Mótsstaður var Highlands Ranch í Colorado og þáttakendur voru 87 frá 15 háskólum.

Andrea varð T-20 með skor upp á samtals 2 yfir pari, 218 högg (72 72 74).

Lið Andreu Colorado State varð í 11. sæti í liðakeppninni.

The Denver Pioneers – Hulda Clara 4. f.v.

Hulda Clara varð T-33 með skor upp á samtals 4 yfir pari, 220 högg (74 71 75) í einstaklingskeppninni.

Lið University of Denver, The Denver Pioneers urðu T-4, sem er flottur árangur!

Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðu University of Denver með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Andreu og Huldu Clöru  er 18. október n.k.