Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2021 | 09:00

LPGA: Jin Young Ko sigraði á Founders Cup

Það var Jin Young Ko, sem sigraði á móti vikunnar á LPGA; Cognizant Founders Cup.

Mótið fór fram 7.-10. október sl. í Caldwell, New Jersey.

Sigurskorið var 18 undir pari, 266 högg og átti hún heil 4 högg á þá sem næst kom, Caroline Masson, frá Þýskalandi.

Fyrir sigurinn hlaut Ko $450,000 eða um 59 milljónir íslenskra króna.

Sjá má lokastöðuna í Founders Cup með því að SMELLA HÉR: