Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2021 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn & félagar luku keppni í 5. sæti í Tennessee

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í Southern Illinois University (SIU) tóku þátt í Grover Page Classic mótinu.

Mótið fór fram 4.-5. október sl. í Jackson CC, Jackson Tennessee.

Þátttakendur voru 92 frá 16 háskólum

Birgir Björn lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (77 77 73) og varð T-61 í einstaklingskeppninni.

Lið SIU -The Siulakis – urðu í 5. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Grover Page Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Birgis Björns og félaga í SIU er 18. október n.k. í Alabama.