
Fjórir góðir golfstaðir í Evrópu (1/4)
Nú er mitt sumar og eflaust margir, sem búnir eru að skipuleggja golfferðir erlendis, síðsumars eða í haust. Ferðaskrifstofur bjóða upp á fjölmargar og fjölbreytilegar ferðir, en þó eru alltaf einhverjir sem kjósa að skipuleggja sitt eigið frí, kaupa sér flugmiða, leigja sér bíl og prófa velli sem landinn er ekki að fjölmenna á. Fyrir þá sem eru í slíkum hugleiðingum verður hér greint frá nokkrum góðum hugmyndum næstu daga, sem Golf1 getur hæglega mælt með við kylfinga að prófa:
PORTÚGAL
Vidago Palace Hotel & Golf Resort
Heimilisfang: Vidago Palace Hotel Parque de Vidago Apartado 16 5425-307 Vidago
Lýsing: Þessi golfvöllur er í fallegu umhverf Valle del Duero (þaðan sem mörg frábær portvín koma m.a. – um að gera að kaupa sér flösku til jólanna!!!) Hann var upphaflega 9 holu völlur hannaður af Mackenzie Ross árið 1936, en Ross var á sínum tíma einn virtasti golfvallahönnuður heims, sem hannaði fallega golfvelli einkum í Frakklandi, Spáni og Portúgal, sem við í dag njótum góðs af.
Völlurinn var nýlega endurhannaður af Carmon & Powell og var lagt upp með að hann mætti öllum kröfum sem bandaríska golfsambandið gerir til keppnisgolfvalla. Sex af upphaflegu Mackenzie Ross holunum hafa nú verið lengdar og 12 nýjar bættar við og er óhætt að segja að völlurinn sé orðinn meira krefjandi.
Einkennisholan:Það er hola nr. 17, en hún er par-5, 574 yarda (525 metra). Talið er að þetta sé ein eftirminnilegasta par-5 holan í Portúgal, en útsýnið frá holunni er m.a. yfir hina gullfallegu Vidago höll og kapelluna í Vidago.
Þetta er 5 stjörnu staður, svolítið úr alfaraleið, tilvalinn fyrir þá sem vilja slappa af í rómantísku umhverfi, en húsin og arkítektúrinn í Vidago er eitt sér ferðarinnar virði. Meðal verðlauna sem Vidago lúxusstaðurinn hlaut í ár er 7 Star Global Luxury Awards
Komast má á heimasíðuna til þess að lesa sig til um Vidago Palace golfvöllinn með því að SMELLA HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi