John Daly er litskrúðugur kylfingur.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2013 | 07:00

Daly í uppskurð á olnboga

John Daly dró sig úr The Greenbrier Classic mótinu vegna meiðsla á olnboga.  Þetta er í 2. sinn í ár að hann dregur sig úr móti.

Daly tvítaði í kjölfarið: „Fer í uppskurð á olnboga í næstu viku og verð frá í 3-4 mánuði #stenstekkisársaukannlengur.“

Daly spilaði 3 holur á 2. hring á Old White TPC og fékk tvo skolla. Daly var á 5 yfir pari, 75 höggum á 1. hring.

Daly er tvöfaldur risamótsmeistari, en hefir aðeins komist 4 sinnum í gegnum niðurskurð af 11 skiptum sem hann hefir tekið þátt í mótum í ár.

Besti árangur Daly er T-50 niðurstaða á Puerto Rico Open.