Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2013 | 18:00

Evróputúrinn: GMac og Sterne efstir

Fyrir lokadaginn á Alstom Open de France deila Richard Sterne frá Suður-Afríku og GMac þ.e. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, efsta sætinu.

Þeir eru báðir búnir að spila á samtals 5 undir pari, 208 höggum, hvor; Sterne (68 69 71) og GMac (69 69 70).

Þrír deila þriðja sætinu þ.e. Bernd Wiesberger frá Austurríki, Englendingurinn David Howell og Richard Green frá Ástralíu.  Þeir eru allir 1 höggi á eftir forystunni þ.e. á samtals 4 undir pari, 209 höggum, hver.

Í 6. sætinu eru síðan Englendingurinn Simon Dyson og Daninn Sören Kjeldsen, á samtals 3 undir pari hvor.   Stendur einhver af framangreindum uppi sem sigurvegari á Alstom Open de France á morgun?  Það verður spennandi að fylgjast með á morgun!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags SMELLIÐ HÉR: