Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2021 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín varð T-10 á Empordà Challenge

Haraldur Franklín Magnús, GR, tók þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Empordà Challenge.

Mótið fór fram dagana 14.-17. október sl. í Empordà Golf, í Girona, á Spáni.

Haraldur náði þeim glæsilega árangri að verða T-10 í mótinu.

Hann lék á samtals 13 undir pari, 271 höggi (68 71 64 68).

Sérlega flottur var 3. hringur Haraldar, sem hann lék á 7 undir pari, 64 höggum, en á hringnum fékk hann 9 fugla og 2 skolla.  Jafnframt var hann með örn á 2. og 4. keppnisdag.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tók einnig þátt í mótinu, en komst að þessu sinni ekki gegnum niðurskurð.

Sjá má lokastöðuna á Empordà Challenge með því að SMELLA HÉR: