Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2021 | 18:00

PGA: Rory sigraði á CJ Cup

Það var Rory McIlroy, 32 ára,sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour, CJ Cup.

Mótið fór fram dagana 14.-17. október 2021 í Las Vegas, Nevada.

Rory lék á samtals 25 undir pari, 263 höggum (68 67 62 66).

Þetta var 29 alþjóðlegi sigur Rory og sá 20. á PGA Tour.

Í 2. sæti varð Collin Morikawa á samtals 24 undir pari og Keith Mitchell og Rickie Fowler deildu 3. sæti á samtals 22 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á CJ Cup með því að SMELLA HÉR: