Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2021 | 08:00

LET: Lið Jessicu Korda vann liðakeppnina og Charley Hull einstaklingskeppnina í Aramco Team Series

Þann 14.-16. október sl. fór fram Aramco Team Series mótið á Evrópumótaröð kvenna (LET), í samvinnu við LPGA.

Mótsstaður var Glen Oaks Club í New York.

Þarna er á ferðinni nýjung þar sem keppt er í liðum; og í hverju liði eru 3 atvinnumenn og 1 áhugamaður.

Jafnframt fer fram einstaklingskeppni.

Í liðakeppninni sigraði lið Jessicu Korda, en í einstaklingskeppninni sigraði Charley Hull á samtals 12 undir pari. Lið Hull varð jafnframt í 3. sæti í liðakeppninni.

Hull hafði betur gegn Nelly Korda á lokahringnum, með glæsilegu skori upp á 65 högg.

Sjá má lokastöðuna í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR: 

Koma varð til bráðabana milli liðs Jessicu Korda og liðs Sophiu Popov, en bæði lið voru jöfn eftir keppnishringina 3 á samtals 41 undir pari.

Í sigurliði Jessicu Korda voru auk hennar: atvinnukylfingarnir Karolin Lampert og Lina Boqvist og áhugakylfingurinn og golffréttamaðurinn Alexandra OLaughlin.

Sjá má lokastöðuna í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR: