Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2021 | 08:00

Skúli Gunnar, Perla Sól og Aron Emil sigruðu á Tulip Golf Challenge í Hollandi – Glæsileg!

Það voru 24 íslensk ungmenni, 17 piltar og 7 stúlkur, sem þátt tóku á Tulip Golf Challenge, sem er hluti af Global Golf Junior mótaröðinni.

Mótið fór fram 14.-17. október 2021 og var mótsstaður var Drentsche Golf & Country Club í Hollandi.

Keppendur voru 62 þar af 11 í piltaflokki 21 árs og yngri og 34 í drengjaflokki 18 ára og yngri; 1 í stúlknaflokki 21 árs og yngri (sigurvegari og eini keppandinn þar var hin danska Rie Lapholm) og 16 í stúlknaflokki 18 ára og yngri.

Þrír íslensku keppendanna, Skúli Gunnar Ágústsson, GA, Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR og Aron Emil Gunnarsson, GOS stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum flokkum.

Aron Emil Gunnrsson, GOS sigraði í flokki 21 árs og yngri pilta. Hann lék á samtals 216 höggum (77 71 68). Ingi Þór Ólafsson GM og Lárus Ingi Antonsson, GA urðu T-4 í sama flokki á samtals 225 höggum hvor.

Aðrir keppendur í flokki 21 árs og yngri pilta: Helgi Freyr Davíðsson GKG (11. sæti á samtals 267 höggum).

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sigraði í stúlknaflokki á 7 höggum yfir pari samtals (75 75 73) Katrín Sól Davíðsdóttir, GM varð í sjötta sæti á 231 höggi og María Eir Guðjónsdóttir, GM endaði í 7. sæti á samtals 232 höggum.

Aðrir íslenskir keppendur í flokki 18 ára og yngri stúlkna voru: Sara Kristinsdóttir GM (T-10, samtals 235 högg); Helga Signý Pálsdóttir, GR og Nína Margrét Valtýsdóttir, GR (báðar T-12 á 242 höggum); Berglind Erla Baldursdóttir, GM (14. sæti á samtals 243 höggum).

Skúli Gunnar Ágústsson, GA, sigraði í drengjaflokki 18 ára og yngri. Hann lék á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (73 72 73). Elías Ágúst Andrason GR og Óskar Páll Valsson,  GA, urðu T-12 í sama flokki; báðir á samtals 232 höggum.

Aðrir íslenskir keppendur í flokki 18 ára og yngri drengja voru: Heiðar Snær Bjarnason GOS og Aron Ingi Hákonarson GM (báðir T-18 á 238 höggum, hvor); Bjarni Þór Lúðvíksson GR (22. sæti 240 högg); Veigar Heiðarsson, GA (T-23 á samtals 241 höggi); Eyþór Björn Emilsson GR (25. sæti á 243 höggum); Björn Viktor Viktorsson GL og Jóhann Frank Halldórsson GKG (T-27 á 248 höggum); Stefán Atli Hjörleifsson, GK (29. sæti 250 högg); Mikael Máni Sigurðsson, GA (30. sæti á 251 höggi) og Halldór Viðar Gunnarsson GR (31. sæti á samtals 258 höggum)

Það er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar eigum meira en 38% keppenda í alþjóðlegu móti og ekki á hverjum degi sem árangur er jafn glæsilegur og raun ber vitni hér að ofan.

Íslensku golfungmennin, sem hér að ofan greinir voru öll landi og þjóð til sóma með glæsilegri frammistöðu sinni á erlendri grund! Vel gert!!!