Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2013 | 21:45

LET: Lindner sigraði í Tékklandi

Ann-Kathrin Lindner frá Þýskalandi vann fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröð kvenna á HONMA Pilsen Golf Masters í Plzn í Tékklandi. Lesa má kynningu Golf 1 á Ann-Kathrin Lindner með því að SMELLA HÉR:  Lindner lék á samtals 12 undir pari, 201 höggi (66 67 68) og voru allir hringir hennar undir 70, sem er glæsilegt. Sigurinn var naumur því aðeins 1 höggi á eftir voru franska fegurðardrottningin Alexandra Vilatte og mánadísin ítalska Diana Luna, báðar á 11 undir pari, 202 höggum; Vilatte (70 69 63) og Luna (66 69 67). Lesa má kynningu Golf 1 á Alexöndru Vilatte með því að SMELLA HÉR Til þess að sjá lokastöðuna á HONMA Pilsen Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2013 | 21:30

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Sandholt – 12. ágúst 2013

Það er Gunnar Magnús Sandholt, sem er afmæliskylfingur dagsins. Gunnar er fæddur 12. ágúst 1949 og er  því 64 ára í dag. Gunnar er í Golfklúbbi Sauðárkróks (GSS). Sjá má viðtal, sem tekið var fyrir nokkru við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Larry Ziegler, 12. ágúst 1939 (74 ára)…. og ….. Oddný Sturludóttir (37 ára) Ingunn Steinþórsdóttir (55 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2013 | 12:10

Hver er kylfingurinn: Jason Dufner? (Fyrri grein af 2)

Jason Dufner sigraði í fyrsta risamóti sínu PGA Championship  í gær 11. ágúst 2013. Hér er vert að rifja upp kynningu á Dufner, sem Golf 1 birti eftir Ryder bikars keppnina í Medinah s.l. haust og verða báðar greinarnar um Dufner endurbirtar til heiðurs sigri hans í gær: Einn nýliðinn í liði Bandaríkjamanna í Ryder Cup 2012 var Jason Dufner. Hann stóð sig ágætlega var m.a. einn af aðeins 3 Bandaríkjamönnum sem unnu í tvímenningsleik á sunnudeginum – hinir voru Johnsonarnir, Dustin og Zach. En hver er þessi kylfingur, sem er ekkert of mikið í fjölmiðlum og lítið fer fyrir – en hefir verið að spila hreint draumagolf í ár? Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2013 | 12:05

Hver er kylfingurinn: Jason Dufner? (Seinni grein af 2)

Í seinni grein Golf 1 um bandaríska kylfinginn verður fjallað um hvað hann hefir verið að gera árin 2011,  2012 og það sem af er ársins 2013 í golfinu, en á þeim tíma má segja að hinn áður óþekkti Dufner hafi stigið fram í kastljós golffréttamiðla, sem einn besti kylfingur Bandaríkjanna og reyndar heims því Dufner er sem stendur í 8. sæti heimslistans. Einn af hápunktum ársins 2012, hjá Dufner utan golfvallarins er eflaust að hann kvæntist kærestu sinni til margra ára, Amöndu Boyd, þ.e. 5. maí 2012.  Hápunktar ársins 2013 hjá „Duf“ eru eflaust „dufnering“ æðið sem hann hleypti af stað …. og það að sigra á 1. risamóti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2013 | 12:00

Dufner auglýsing – myndskeið

Þeir sem að fylgjast mikið með golfi og eru e.t.v. fastagestir á heimasíðu PGA Tour getur varla hafa yfirsést auglýsingarnar sem PGA Tour er með á helstu stórstjörnum sínum. Þær ganga undir heitinu „These guys are good“ eða „Þessir gæjar eru góðir!“ Hingað til hafa bara verið auglýsingar með köppum á borð við Bubba Watson eða Luke Donald. Ekkert hefir verið gert mikið með Jason Dufner, sem þó hefir reglulega verið meðal efstu manna í stórmótum og meðal efstu kylfinga á heimslistanum.   Hann hefir e.t.v. þótt heldur litlaus …. Þar til nú ….. núna er Dufnerinn stjarna eftir sigurinn á 4. risamóti ársins 2013, PGA Championship og ekki bara Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2013 | 11:00

Dufner 4. risamótsmeistari 2013

Bandaríski kylfingurinn Jason Dufner sigraði í gær á PGA Championship mótinu, 4. og síðasta risamóti ársins hjá karlkylfingunum. Þetta er 1. risamótstitill Dufners. Lokaskor Dufner var 10 undir pari, 270 högg (68 63 71 68). Dufner átti 2 högg á Jim Furyk, en þeir voru búnir að skiptast á um að vera í forystu í mótinu. Furyk lék á 8 undir pari, 272 höggum (65 68 68 71), en sjá má að leikur Furyk fór versnandi eftir því sem leið á mótið. Segja má að sigur Dufners sé verðskuldaður en hann jafnaði m.a. lægsta skor í risamóti, sem aðeins 24 kylfingum hefir tekist að ná: skorinu 63 höggum og það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2013 | 21:00

Íslandsbankamótaröðin (6): Henning Darri Íslandsmeistari í höggleik í drengjaflokki

Það er Henning Darri Þórðarson, GK, sem er Íslandsmeistari í höggleik í drengjaflokki 2013. Hann lék hringina 3 á Hólmsvelli í Leiru á glæsiskori – besta heildarskorinu í mótinu – samtals 5 undir pari, 211 höggi (72 68 71). Bráðabana þurfti til að knýja frá úrslit í næstu sætum því þrír kylfingar deildu næst besta skorinu sem var 2 undir pari, 214 högg, Þetta voru þeir Kristófer Orri Þórðarson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, Birgir Björn Magnússon og Gísli Sveinbergsson báðir úr Golfklúbbnum Keili. Gísli féll fyrstu úr keppni á fyrstu holu bráðabanans og hafnaði því í fjórða sæti. Áfram hélt bráðabaninn og fór svo að lokum að Birgir Björn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2013 | 20:45

GÍ: Gunnsteinn fór holu í höggi á HG-mótinu! – Úrslit

Í dag og gær, þ.e. 10-11. ágúst 2013 fór fram mót Hraðfrystistöðvarinnar Gunnvarar – þ.e. HG-mótið  á Tunguvdalsvelli á Ísafirði. Leiknar voru 36 holur í höggleik með og án forgjafar.  Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin í karlaflokki og 3 efstu sætin í kvennaflokki í hvoru leikformi. Helst bar það til tíðinda í mótinu að Gunnsteinn Jónsson, GÍ,  fór holu í höggi á 16. holu. Sextánda braut er par-3, 107 metra löng. Golf 1 óskar Gunnsteini til hamingju með draumahöggið! Helstu úrslit á HG-mótnu voru eftirfarandi: Karlaflokkur höggleikur án forgjar 1 Janusz Pawel Duszak GBO 4 F 39 33 72 2 72 72 144 4 2 Anton Helgi Guðjónsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2013 | 20:00

Íslandsbankamótaröðin (6): Arnór Snær er tvöfaldur Íslandsmeistari 2013

Arnór Snær Guðmundsson úr Golfklúbbnum Hamri Dalvík er Íslandsmeistari í flokki stráka 14 ára og yngri. Arnór Snær varð Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki fyrr í sumar og er þetta því 2. Íslandsmeistaratitill hans á keppnistímabilinu. Glæsilegt hjá þessum efnilega kylfingi frá Dalvík!  Arnór Snær lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (74 72 74). Í öðru sæti varð Ingvar Andri Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur og þriðji var Sigurður Arnar Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Ingvar Andri lék samtals 8 yfir pari (80 67 77) og Sigurður Arnar var á 12 yfir pari (77 75 76). Kristján Benedikt Sveinsson, GHD varð síðan í 4. sæti á 14 yfir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2013 | 18:00

Íslandsbankamótaröðin (6): Birta Dís Íslandsmeistari í höggleik í telpuflokki

Birta Dís Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík er Íslandsmeistari í flokki telpna 15-16 ára eftir að hafa lent í umspili við Ragnhildi Kristinsdóttur úr Golklúbbi Reykjavíkur. Birta Dís og Ragnhildur spiluðu báðar á 26 yfir pari, 242 höggum; Birta Dís (87 79 76) og Ragnhildur (83 78 81) og urðu þær því að fara í þriggja holu umspil. Birta Dís átti flottan lokahring upp á 76 högg – bætti sig með hverjum hringnum í mótinu. Hún sigraði í umspilinu , en Ragnhildur varð að sætta sig við annað sætið í þetta sinn. Í þriðja sæti varð Saga Traustadóttir úr Golfklúbbbi Reykjavíkur, aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum á 27 Lesa meira